Nafn : Bad Monkey
Týpa : Overdrive

Lýsing : (9/10)
Grænn, funky stafir.. Hann er byggður á BOSS týpuni af effectum. Ferkantaður kassi með þægilegann stomp takka. Fjögur controls : “Level” sem er bara hljóðstyrkur. Maður lætur þetta bara passa við magnarann svo hljóðstyrkurinn fari ekki upp né niður þegar maður kveikir og slekkur á honum. “Low” sem er bara botninn á hljóðinu, gefur meiri bassa. “High” sem er treble. og “Gain” sem hermir eftir overdrive hljóðinu í lampamögnurum. Hefði viljað að það hefði fylgt með spennubreytir.

Hljóð : (10/10)
Mjög gott svona klassískt overdrive hljóð fyrir létt rokk lög. Þetta er ekki effect sem virkar í metal. En brilliant fyrir það sem hann er hannaður fyrir. Það eru tvö output á honum, fyrir magnara og svo fyrir mixer. Mixer outputtið gerir hljóðið betra ef það er enginn magnari á milli.

Gæði : (10/10)
Kassinn er úr riðfríu stáli. Kemur pottþétt ekki til með að bila neitt í bráð. Allt er tip top.

Mynd : http://www.warpdrivemusic.com/riz/3899.jpg
fender HW1 telecaster. champion 600 amp (modded)