VARA Fender ´57 twin-amp tweed reissue
VERÐ 260.000 kr nýr úr hljóðfærahúsinu (fékk góðann afslátt vegna fyrri viðskipta)
MYND http://www.davesguitar.com/product/8140500000.JPG

http://www.geocities.com/guitarists.gear/images/ec_amps.jpg



FÍDUSAR:10 tekið af Fender.com
Model Name ‘57 Twin-Amp™
Series: Custom Series
Type: All Tube
Output: 40 watts into 4 ohms
Ohms: 4 ohms
Speakers: 2-12“ Fender® Special Design Ted Weber/Eminence®, 8 ohm Speakers with AlNiCo Magnets, p/n 0064418000
Channels: Dual Channels (Normal and Bright)
Features: All Hand Wired Chassis,
Chrome Control Panel,
Controls That Go to 12,
4 Inputs (2 per Channel),
Standby Switch,
Internal Bias Pot for Easy Substitution of Various 6L6 Types,
’55-'57 5E8A Circuit,
Leather Strap Handle,
Dual Rectifiers,
Solid Finger-Jointed Pine Cabinet
Controls: Presence,
Bass,
Treble,
Volume (Bright Channel),
Volume (Normal Channel)
Covering: Genuine Lacquered Tweed with Striped Oxblood Grille Cloth
Weight: 53 lbs. (24 kg)
Dimensions : Height: 20.5” (52.1 cm),
Width: 24.5“ (62.2 cm),
Bottom Depth: 10.5” (26.67 cm); Top Depth: 9" (22.86 cm)
Power Handling N/A
Tube Complement 4 X 12AX7,
2 X GT 6L6,
2 X 5U4 Rectifier Tubes

Þetta er elskan mín, hvorki meira né minna! mjög einfaldur í notkun, precence, trebble, bass, volume(bright) og volume(normal) eins og er talað um í specs hér fyrir ofan. Handvírað, 40 watta lampar-út-í-gegn kvikindi. Ekkert mál að ná góðum tón úr honum. Engin miðjutakki en þegar maður botnar bass-controlið hverfur miðjan úr sándinu eða allavega minnkar mikið .



HLJÓMGÆÐI:10.000 milljón billjón:)
Jæja hvar á maður að byrja eiginlega með svona magnara? Þessi gagnrýni á eflaust eftir að hljóma eins og mont dauðans en hey!, svona er þetta bara;)ÉG ER MONTINN:)
sándið í þessum magnara lét mig eyða svona 150.000 krónum meira í magnara en ég ætlaði í byrjun. Var fyrst að spá í einhverjum de vile, deluxe eða jafnvel vibrolux og á meðan ég var að prufa þá magnara (sem allir stóðu MJÖG vel fyrir sínu) spurði sölumaðurinn mig hvort ég vildi ekki skella mér á einn svona “fullorðins”?
Ég auðvitað hló bara upp í opið geðið á honum þegar ég sá verðmiðann og hélt bara áfram að prufa mig áfram með hinn guðdómlega vibrolux. En þegar sölumaðurinn stökk frá hugsaði ég með sjálfum mér að það sakaði ekki að allavega prufa kvikindið, bara svona til að sannfæra sjálfan mig um að þetta væri bara yfirprísaður nostalgíu magnari fyrir einhverja rugludalla, svo stakk ég í samband…..og já, guð minn góður, maría og jósef og tom krús í vísindakirkjunni!!!!! (og fleiri svona klisju “hissa orð”) Þessi magnari gersamlega heltók mig. Ég var orðinn leiður á að vera alltaf með magnara með engu reverbi og var ákveðinn að fá mér einn með þeim fídus.
En ég var búinn að spila í gegnum hann í dágóðann tíma þegar ég fattaði að hann væri ekki með reverbi, það bara þurfti ekki. Ég allveg gleymdi mér í prufu herberginu og var farinn að hækka og hækka þangað til að lamparnir fóru að urra eins og 1000 punda górilla á lóðaríi.
Ég rankaði ekki við mér fyrr en sölumaðurinn rak inn nefið og spurði hvort ég vildi ekki lækka pínku vegna þess að steinhleðslan í alþingishúsinu væri farin að gefa sig. Hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar ég bað hann um að pakka honum saman og senda hann til eyja ASAP.
Þetta var sándið sem mig var búið að vanta öll þessi ár, frábær botn, punchy miðjur og kristaltærir toppar. Hann gæti líka vel sloppið í metal vegna þess eiginleka sem “bass control” gerir þegar maður hækkar hann í botn. Með bassann í botni þrusast miðjan niður eða hverfur jafnvel og maður nær allveg þrusu “scooped” sándi með með góðum OD pedala en það er ekki það sem ég var að sækjast eftir heldur þessu risastóra smooth fender-twin-on-steroids sándi.
Þegar hækkað er vel í honum hverfur þörfin á reveb en þar sem ég er þessa stundina staddur með hann í fjölbýli verð ég að hafa hann á kristilegu volume og þá skelli ég EHX holier grail í keðjuna
fyrir smá spring-reverb til að gleyma mér aðeins.
Ég var næstum því í einhverju fljótræði, vegna þess að ég get ekki blastað hann almennilega, búinn að selja hann til að kaupa einhvern minni en sem betur fer sá ég að mér og var viss að ég myndi skalla veggi í framtíðinni yfir því að hafa látið hann frá mér í einhverju fljótræði. Það kemur að því að ég fái að blasta þennan gaur í hljómsveit einhverntímann aftur.
I´TS A KEEPER:)


ÁRÆÐANLEIKI:10 Þessi magnari er mjög vel byggður og samansettur. Ekkert hringl og þannig, mjög þéttur einhvern veginn. Kannski það eina sem ég get set út á hann er að hann er með frekar weak-looking leður halfangi sem ég treysti ekki allveg ef ég væri að flytja hann upp og niður stiga. Mér finnst það samt bara lúkka kúl og mér myndi ekki detta það til hugar að skipta því út fyrir einhverju sterkara. Það myndi líka hafa áhrif á verðgildi hans í framtíðinni þar sem mér sýnist hann eiga að geta lifað í 100 ár +


HEILDAREINKUN:10+Leit minni að “main” magnara er lokið!


later
GW
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~