VARA Keeley - looper, aka japanese apartment
VERÐ 85 dollars á musictoys.com
MYND http://www.robertkeeley.com/images/products/23.jpg


FÍDUSAR:10 Ótrúlega lítil, auðveld og nytsamleg græja. Þessi græja er ekki nema 1 tomma á breidd og 3 tommur á lengd. Einn fótfetill, true bypass input/output, send/return til að loopa effecta og svo 2 LED gaumljós sem gefur til kynna hvernig staðan er.


HLJÓMGÆÐI:10 Passar kannski ekki allveg að tala um þennan pedala í sambandi við hljómgæði en passar samt;). Þetta er einfaldlega lítið tæki til þess að kötta alla effecta úr keðjunni frá gítarnum að magnaranum til þess að koma tóninum ómenguðum til skila via true bypass.
Flestir effectar eru ekki “true bypass” og skemma þar af leiðandi clean tóninn þegar slökkt er á þeim. Mín reynsla er sú að þegar ég set marga pedala (buffered) í keðju sjúga þeir alltaf botninn, karakterinn og oftast styrkinn úr hreina sándinu, sem er mjög böggandi þegar maður er með mjög góðann magnara og gítar sem maður dýrkar smáatriðin í tóninum.
Ég nota þennann litla gaur til að loopa boss tunerinn minn sem er allger tone-sucker (ég nota svo voodoolab pedalswitcher fyrir hina effectana mína, kem með gagnrýni á hann seinna).
Snilldin við svona looper er að maður getur sett alla effectana sína í loop-una, haft
kveikt þess vegna á öllum í einu og svo með einu traðki, skellt þeim öllum í sándið í einu án þess að þurfa stíga steppdans á effectabrettinu.
Frábær græja fyrir þá sem er annt um hreina sándið sem guitar-to-amp framleiðir án einhverja leiðinda buffera sem skemma allt.


ÁRÆÐANLEIKI Þessi litli gaur lítur út fyrir að þola fall úr Hallgrímskirkjuturni.


HEILDAREINKUN:10 Áður en ég fattaði að svona græjur væru til var ég að spá í að leggja af stað í víking og skipta öllum effectunum mínum út fyrir true bypass effecta (shitt hvað það hefði kostað mann!!!) en þess í stað var mér bent á (hér á huga) á þennann kost. Svo er Keeley-looperinn líka svo lítill að hann passar allsstaðar. Gæti ekki verið sáttari:)

later
GW
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~