Blessaðir, er að pæla að fá mér ágætt trommusett. Er enn að skoða þetta allt saman. Ég kíkti í tónastöðina og fannst fínt verð á Blackhawkinum. Einn af afgreiðlsumönnunum sagði að þetta væri mahogony en á síðunni Gretsch´s er sagt annað. Annars sögðu þeir líka að þessi týpa væri ekki lengur í framleiðslu, sem gæti kannski útskýrt þetta. Settið er núna bara framleitt sem byrjendasett. Enda fannst mér skemmtilegt að spila á það, en hef ekkert prufað mörg sett.

Hafið þið eitthverja reynslu/vit á þessu setti eða mælið þið með eitthverju öðru?

Einnig var ég að pæla í hvernig hi-hat/cymbals ég ætti að kíkja á :)?

( ég er að leita af setti sem hljómar vel, ekki bara til að berja á það )

Bætt við 7. desember 2007 - 18:02
Hehe oops. Ég skoðaði víst vitlaust Black Hawk sett á netinu SX/EX. Þetta ætti ekki að vera byrjendasettið (SX vonalega) sem er í búðini.
Gear: ESP Eclipse I, Níðhöggur, Peavey Classic 50/212, Gretch Blackhawk EX, Roland HD-1. Logic Pro & Macbook Pro