Þegar kemur að mögnurum vill sambandið milli hljóðstyrks, eða desibela (dB) og krafts, eða vatta (W) vefjast fyrir mörgum þannig að hér fylgir stutt útskýring:Tekið frá heimasíðu Tónstöðvarinnar.
Sagan segir að Alexander Graham Bell (sem m.a. fann upp símann) hóaði saman nokkra félaga sína í tilraun. Hann sagði þeim að hækka í hljómtækjunum sínum þangað til þau hávaðinn frá þeim var tvöfaldaður. Þegar allir voru orðnir sammála um að hljóðstyrkurinn var tvöfaldaður punktaði Bell hjá sér “2 sinnum háværara”. Síðan skrúfaði hann græjurnar niður í venjulegan hljóðstyrk (0 dB), og áfram niður þangað til allir voru sammála um að þeim fyndist hljóðstyrkurinn helmingi minni, eða 1/2 af 0dB.
Þar sem Alexander Graham Bell var ekki bara góður uppfinningamaður heldur líka frábær markaðsfræðingur ákvað hann að tvöfaldi hljóðstyrkurinn sem hann punkaði hjá sér ætti skírast 1 Bell. En svo fóru tilraunirnar að verða aðeins flóknari og Alexander og Watson komust að því að lokum að það var ekkert sérstaklega hagkvæmt að nota Bell þegar var komið í það að hækka um 1/4 Bell og lækka svo um einn áttunda Bell o.s.frv. Þannig að félagarnir fengu að láni grískt orð yfir “10”, eða “deci” og skiptu Bell upp í lógaritmískan skala. 1 Bell varð 10 dB, en tíu desibel þýða einmitt tvöfaldur hljóðstyrkur.
Þannig að í hvert skipti sem þú spilar eitthvað tvisvar sinnum hærra en það er þá hefurðu í raun hækkað um 10 dB.
Einfalt ekki satt? Þá koma vöttin og flækja málin…
Til þess að nota desibelið þarf einhverskonar viðmið. 10 dB er tvöfaldur hljóðstyrkur, en það þarf að vera 10dB fyrir ofan eða neðan einhverskonar viðmiðunarpunkt. Til dæmis eru flestir Mixing Console Faders með “working zone” sem er merkt sem 0dB. En þó hljóðstyrkur sé tvöfaldaður við 10dB þá er rafmagnsnotkunin tvöfölduð við einungis 3dB. Margir rugla þessu saman og halda að tvöföld notkun á rafmagni hækki hljóðstyrkinn tvöfalt. Í raun þarf átta sinnum meiri rafmagnskraft til að tvöfalda hljóðstyrkinn.
Þessvegna, eins og margir hafa réttilega tekið eftir, er t..d. 100W gítarmagnari ekki nándar nærri því helmingi háværari en 50W magnari, heldur bara svolítið háværari…
Eða til þess að flækja málin…
Strangt til tekið erstyrkurinn er ekki 10 dB frekar 9 eða það sem áður var kallað 1 phon. Twöföldun á afli jafngildir 10 x log 2 = 3,01dB.
Db er alltaf hlutfall af 2 stærðir þess vegna var það sem Bell fann var aðminnsti hljóðstyrkur sem meðalmaðurinn heyrir er 0dB. Það þýdir að hljóðstyrkur er mælt út frá þessu. það þýðir að t.d 100dB SPL (sound pressure level) er 100dB = 10 log (hlutfallið í W) ef formúlunni er snúið verður hlutfallið = inv log (100/10) = 10 i 10velði 10.000.000.000 það þýðir að til að spila 100dB þarf 1.000 milljónum fleiri w en það sem meðalmanni skynjar sem minnsti heyranleg styrkur. 120 Db er 20 dB meiri eða 10 x inv log( 20/10) 10 i veldið 2 eða 100 sinnum meiri afl sem þarf til að spila 120dB en 100dB. Svona er nú það…
Hljóðstyrkur
Í gegnum þann tíma sem ég hef verið hér á þessu “spjall borði” talar fólk stundum mjög rangt um hljóðstyrk, svo mig langar að taka hérna smá grein sem er tekin beint frá heimasíðu Tónastöðvarinnar.