Ég var ekki alveg klár á því hvar ég átti að setja þetta en mér fannst þetta skinsamlegast :)

Ég er að leika mér að því að semja lög í Guitar Pro 5 og kann núna alveg slatta á þetta, en það er eitt sem fer eilítið í taugarnar á mér….
Ég kann ekki að breyta tempoi í miðju lagi hjá mér :/

Segjum að ég sé að semja lag og spila það á 130 Bpm, en svo komi kafli sem er á 160 Bpm. Málið er að ég kann ekki að stilla þetta þannig að þessi eini kafli sem á að vera 160 Bpm sé á þessum hraða, án þess að ég breyta hraðanum á öllu laginu………

Kann e-r á þetta og nennir að segja mér hvað ég á að gera ???

KV Danni