Sælir trommarar.

Mig vantar hjálp frá ykkur og þarf helst að fá svar innan 30 mínútna.

Ég er með Yamaha sett sem inniheldur eftirfarandi:
14“ sneril
14” flor tom
12“ Tom
10” Tom
20" BD

Á þessu setti er orginal skin (þau sem voru á þegar við fengum það) og þau eru búin að vera á í ca 2 ár og ég hef notað þau mjög lítið en það er farið að sjá vel á þeim og ég vill skipta um skinn.

Þarf ég að skipta um öll skin (uppi og niðri) eða get ég sloppið með að skipta bara um efri skinn á tom-gaurunum ?

Hvaða skinn á ég að skipta um ?

Og líka hvað er munurinn á hvítu og glæru skinni ?
Hvernig skinn eru best frá Evans ?

Einnig væri vel þegið að fá upplýsingar um hvernig á að stilla trommurnar. :)

Fyrir framm þakkir. :)

Bætt við 1. desember 2006 - 15:43
Og já ég fíla að hafa góðann bassa á FT og Tom og vill líka mjög feitt bassa sound úr BD.

Er ekki viss með sneril soundið þannig ég er opinn fyrir öllu þar. :)