Bara svona til að koma einhverri umræðu af stað á þessu marg blessaða áhugamáli.
Hvaða breytingar er fólk búið að gera á græjunum sínum eða er að spá í að gera??? T.d. pickupa skiptingar, útlitslegar breytingar á hljóðfærum, mods á mögnurum og svo framvegis. Og hvernig er fólk að fýla breytingarnar?

Ég er búinn að setja EMG 81-85 sett (með öllum pottum og dóti) í Epiphone SG græju, sem var ekki rétt ákvörðun fyrir mína parta enda ekki í metal pælingum. Mér finnst þeir full einhæfir. En svosem ágætt ef maður er beðinn um að spila eitthvað í þyngri kanntinum. Samt svoldið heitur fyrir því að setja Seymour Duncan SPH90-1 Phat Cat í hann sem er P90-Soapbar pickup í humbucker stæði.

Skipi út original Gibson 490R og 498T pickuppunum í Gibson Les Paul Studio fyrir Seymour Duncan Alinco II pro sett sem ég er mjög sáttur með. Svoldið muddy sem gefur skemmtilegt blúsrokk sound. Mikið að spá í að koma upp möguleikanum á að coil splitta þeim með aðferð sem kallast spin-a-split, þar sem tone takkarnir eru gerðir að volume takka fyrir annan coil'in í sitt hvorum pickupnum. Kosturinn við það er að geta splittað þeim að hluta til og engar útlitslegar breytingar.

Ég er búinn að setja pickup og mic í Seagull S6 kassagítarinn minn.

Svo er ég að fara út í að setja Seymour Duncan STK-S4 classic stack plus í G&L Legacy'inn í staðinn fyrir original bridge pickupinn. Pælingin með því er að fá aðeins meiri miðju og skemmtilegra sound þegar spilað er með gain'i af einhverju viti. Vill samt ekki missi single coil sándið þannig að ég er ekki alveg tilbúinn að fara út í little ‘59 eða slíkt.

Koma svo, let’s share people.