Keyptu þér Shure SM57 í Tónabúðinni, hann er góður mic sem þú getur gert allt með. Sungið, fyrir framan magnara og jafnvel trommur. Hann kostar 10.900 en það er sannarlega peningsins virði. Mikið betra en eitthvað karrókí ruslmic í bt. Svo kaupiru Snúru sem kallast XLR-Jack og kaupir svo stykki sem breytir Jack stykkinu á snúrunni í lítið stykki sem tengist í tölvuna.
Þýðing á snúrudraslinu ef þú skildir þetta ekki:
XLR-Jack snúra er þannig snúra að annar endinn er með þremur litlum götum, og tekur því á móti þremur litlum stykkjum sem er að finna á micnum. Hinn endinn er eins og stórt headphone stykki, kannast líklega við það. Og svo stykkið er sem þú lætur á “headphone” stykkið á snúrunni til að breyta stykkinu í lítið stykki, svo það verði álíka í laginu og stykkin á iPod heyrnartólum. Gangi þér vel