Það er ekki hægt að segja að annað sé betra en hitt, spurning um smekk, þegar þú ert með “neck through” gítar þá nær viðurinn í hálsinum alla leið í gegnum gítarinn, svo pickupparnir sitja eiginlega á hálsinum, þar sem það eru engin samskeyti neins staðar milli hnetu, brúar og pickuppa þá er aðeins meira sustain, og svo er hællinn yfirleitt rúnaðri á neck through gíturum, svo menn með minni hendur eiga auðveldara með að ná upp á efstu böndin, en flestir lenda ekki í neinum vandræðum með það hvorteðer á bolt-on eða set neck gíturum.
Ef þú ert með bolt-on þá er hálsinn skrúfaður á boddýið, sem gerir ýmsar viðgerðir auðveldari, pickupparnir sitja á boddýinu svo hljómurinn sem þú heyrir er úr boddýviðnum. Bolt-on gítarar eru ódýrari í framleiðslu, svo ef þú ert með tvo jafndýra gítara, annan bolt-on en hinn neckthrough þá er líklegt að boltoninn sé betri..
Set neck er svo þannig að hálsinn er límdur við boddýið, en nær ekki inn í það nema nokkra sentímetra. Hællinn er fyrirferðarminni en á bolt-on gítar, en hljómurinn er að mér skilst ekkert mikið öðruvísi.