Jæja þá er ég farinn að huga að því að fá mér nýjan bassa og er ég eiginlega búinn að ákveða að fá mér Fender en það eru 3 týpur sem koma til greina.

Það eru:

Fender 60's Jazz bass: Mexíkanskur en á víst að vera allveg mjög góð spíta í honum og ágætis bassi.

Fender Higway 1 Jazz bass: Amrískur bassi veit nú ekki mikið um hann en hef ákveðið að skoða hann þar sem hann er á svipuðu verði og 60´s bassin.

Fender 50's p-bass: Mexíkanskur bassi, sami gæða standard á spítunni og í 60's bassanum. Þessi bassi er reyndar svo nýr að hann var ekki kominn í hljóðfærahúsið þegar ég spurði síðast.

Svona spurning hvort einhverjir hugarar hafi einhverja reynslu af þessum bössum og geti deilt henni með mér.

Ég ætla líklega að fá mér bad ass II brú í bassan sama hvern ég fæ mér því mér er sagt að brýrnar sem eru í þessum séu algjört drasl.