Á síðastliðnum par dögum hafa komið nokkrar spurningar um “hver selur” hérna.

Það eru sárafáar hljóðfærabúðir á klakanum og flestar eru með þokkalegar heimasíður og ALLAR með síma. Ég t.d. var enga stund að sjá að Tónabúðin er með Ernie Ball, Tónastöðin með Gibraltar (gegnum Gretsch). Maxtone var aðeins meira mál, en mig minnir að linkur nr. 2 eða 3 í google leitinni “Maxtor” og “Reykjavík” hafi bent á Gítarinn.

Endilega skoðið málið örlítið áður en þið póstið svona fyrirspurnir. Ég er líka viss að ef þið mynduð t.d. hringja í Rín og athuga hver væri með Fender þá myndu þeir ekkert ljúga að þér.