Fyrir utan hljóminn sjálfann þá er mjög mikilvægt að
A. Það sé auðvelt að stilla gítarinn
B. Hann haldist vel stilltur
C. Það sé gott að spila á hann
Ef þessi atriði eru í sæmilegu lagi þá getur nýr pickup alveg gert mikið fyrir gítarinn. Þú gætir keypt bara einn pickup til að prófa. Ég held að það sé engin þörf á að endurnýja eitthvað meira í rafkerfinu. Það er bara nokkrir vírbútar, tveir þéttar og þrjú stilliviðnám, og ef það virkar þá er það í fínu lagi.
Ef ég vildi skipta um pickupa í þessum gítar þá myndi ég byrja á að kaupa einn brúarpickup (e. bridge pickup). Ef þú vilt fá feitan kraftmikinn tón þá ættirðu að fá þér humbucker sem passar beint í gítarinn (t.d. Seymour Duncan JB Jr. eða little ‘59). Ég keypti notaðan JB Jr. á 7.000 kr. þannig að svona uppfærsla þarf ekki að kosta mikið.
Tónastöðin selur Seymour Duncan pickupa, Rín er með Dimarzio og Hljóðfærahúsið með Fender.
Varðandi viðinn þá veit ég ekki hver munurinn er á Squire og Fender. Ég á tvo Stratocastera, USA ’57 Reissue og Japanskan Standard. Órafmagnaði tónninn í bandariska gítarnum er töluvert betri og getur það verið vegna þess að viðurinn er betri og jafnvel lakkið líka. Ég setti einn JB Jr. í japanska gítarinn og gerði það gítarinn mun fjölhæfari. Þó að órafmagnaði tónninn í gítarnum sé ekkert sérstakur á er þetta mjög fínn gítar sem ræður núna við allt frá kántríi upp í harðasta metal.