Mikill munur getur verið á mismunandi týpum af Les Paul (reyndar öllum gíturum). Hér tek ég Les Paul-inn aðeins fyrir, þar sem að fyrirspurn um það kom á korknum. Nenni ekki að tala um sögu og yfirburði Les Paul, bara um týpurnar.

Ýtið á nöfnin til að sjá myndir.

-Les Paul Standard: er bara venjulegi Les Paulinn, með öllu goody-inu, vel gerður, með bindings og öllu, en ekki mikið extra. 2004 Standard án pickguard.
-Les Paul Classic: er mjög líkur standard, nema hann heldur sama útlit og frá kringum 1960, en Standardinn tekur smá breytingum með tíðaranda. Opnir humbuckerar. með pickguard.
-Les Paul Special: Ódýrasti les Paulinn, þar af leiðandi án alls. Ekki binding, bara punktar á fingurborði, í stað trapissulaga perludóti. Virkar fínt en ekki alltof spennandi ef maður er á annað borð að kaupa.
-Les Paul Studio: Í rauninni bara Standard án binding. Örlítið léttari. Fær nafn sitt frá því að það er sama sound í honum og hentar því vel í upptökur, en hinn hefur flottara útlit.
-Les Paul Custom: Custominn er nokkurs konar rjóminn ofan á mjólkinni. Hann hefur tvöfalda bindingu. Hann er mikið vandaðri og sést það vel á útliti og soundi. Custominn er þyngri en Standardinn.

Þetta gildir nokkurn veginn líka um SG-inn og aðra Gibsona. Það er almennt samt ekki binding á SG.