Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort að það sé hagstæðara að flytja inn sjálfur sitt hljóðfæri/græju eða bara hvað sem er inn í landið. Ég reiknaði til dæmis um daginn það sem það myndi kosta mig að flytja inn lítið upptökutæki sem kostaði 99 dollara. Setti dæmið upp svona: 99*73+sendingarkostnaður*73+24,5%+innflutningstollur=15100 kr.
Síðan fór ég inná shopusa.is og þeir reiknuðu dæmið og þá kostaði þetta 200 kr meira. Ég spyr ykkur hugara hvort mynduð þið nota shopusa eða bara flytja þetta sjálf inn?<br><br>Lifi funk-listinn
Lifi funk-listinn