Ég hef auglýst áður eftir bandi eða fólki til að syngja með og fékk heilmörg svör en það flaug allt í sandinn ( veit ekki einu sinni hvort þetta sé gillt orðatiltæki)

Allavega ég ætla að give it another go

Ég er 22 ára sunnlendingur og hef mikinn áhuga á rokki, þá helst metal og hef svakalegann áhuga á að prufa að syngja svoleiðis, hef heilmikla reynslu af söng, var í nokkrum böndum sem ferðuðust út um allt land, hafði reyndar enga frægð í för með sér :) Hef sungið eitt lag sem Jón Ólafsson samdi og var titilag stuttmyndarinnar Krossgötur (maður verður að nefna allt, þrátt fyrir að það hafi nú ekki komið manni langt ennþá hehe)og er hægt að finna lagið á jón.is

En ég veit ég get sungið bæði popp og þetta rokk sem virðist vera í gangi núna og hef mikinn áhuga á að leggja allt það sem ég hef í þetta og til í margt.

Ég hef reyndar ekki hæfileika til að semja lög sjálf, en ég hef fullt af textum og er nokkuð fljót að raddsetja og hef kraftmikla rödd…

Vonast til að heyra í sem flestum

FranzaEmma
The Dude: I could be just sitting at home with pee stains on my rug.