Fyrir sirka hálfu ári rakst ég á vefsíðu sem var með upplýsingar um útbúnað alveg helvíti margra hljómsveita, s.s. gítartegundir, magnarar, effectar og bara allt sem viðkomandi hljómsveit hafði einhvern tímann notað. Það voru meira að segja svona teikningar sem sýndu hvernig hver meðlimur tengdi græjurnar sínar.
En allavegana, ég fór að leita að þessari síðu í dag og finn hana alls ekki, man auðvitað ekkert slóðina.
Er einhver sem að kannast við þessa síðu eða einhverja svipaða, þ.e. gagnabanka með hljómsveitarútbúnaði?

Kv,
Gísli