Bæði Telecasterinn og Stratocasterinn eru frekar nýlegir, Stratocasterinn er USA Standard strat, það er svolítið ruglingslegt með nöfnin á mismunandi módelum af Fenderum þessa dagana þar sem það sem er núna framleitt sem Standard Stratocaster er mexíkóskur strat en þessi er smíðaður í USA, sömuleiðis er Telecasterinn amerískur, nákvæmlega hvaða módel af Telecaster hann er veit ég ekki en hann er með Custom Shop Texas special pikköppum og svissinn á honum er með moddi frá Fender sem gefur 4 mismunandi stillingar sem eru bridge/ Bridge og neck out of phase/ neck/ og bridge og neck seríaltengdir.
Ég keypti Stratinn notaðann fyrir svona 2 árum í Tónastöðinni og þá hefur hann varla verið nema svona ársgamall og Telecasterinn fékk ég fyrir svona viku síðan í skiptum fyrir annann gítar en ég hef ekki hugmynd um hversu gamall hann er, það sér hinsvegar ekkert á honum þannig að ég giska á að hann sé ekki nema svona í mesta lagi 3ja ára gamall.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.