Þið sem hafið farið á tónleika á stórum leikvöngum hafið kanski lent í þessu sama og ég, að þurfa að taka rafhlöðurnar úr myndavélinni? En ef ekki þá er þetta kanski aðvörun fyrir ykkur.

Það var hinn ágæta morgunn 6.okt 2001, að ég og bróðir minn og vinur vorum á leið á tónleika með Eric Clapton. Allt var gott og blessað, við biðum 1 og hálfan tíma til þess að komast inn á leikvanginn. Svo kom loks að því að við komumst inn. Þegar inn var komið á leikvanginn(leikvangur River Plate í Argentinsku 1 deildinni) þurftum við að fara í gegnum svaka þétta öryggisgæslu, og voru þá meðal annars teknar frá mér rafhlöðurnar úr myndavélinni og ég spurður hvort ég væri með sprengjur og/eða önnur vopn. Aðspurður sagðist ég nú ekki bera slíkan búnað að staðaldri(hálvitaleg spurning, en mikilvæg). Mér fannst það nú heldur strangt því að ég sat uppí stúku sem var meira en 100 metra frá sjálfu sviðinu, og þar sem ég ekki var með vopn né sprengjur hvað átti ég þá að gera???? Henda rafhlöðum í kallinn. Ég get ekki einusinni kastað bolta eða stein 50 metra hvað þá rafhlöðu. Og ekki bara það en heldur þurfti ég að horfa uppá það að allir, þá bókstaflega allir voru með myndavélar og allir voru með batterý líka. Þegar reglur eru settar upp að enginn megi vera með batterý á svona viðburðum þá að reyna fylgja þeim ekki taka bara einhvern, eða það er mitt álit allavegana. Ekki skánaði það því að við höfðum verið að pæla að kaupa okkur jónur fyrir tónleikana, en héldum að gæslan yrði svo ströng að ekki væri hægt að komast með það inn. EN NEI NEI!!!!!!! auðvitað er alltí lagi að koma með allt það dóp sem þér hentar en ekki má koma með BATTERÝ!!!!! Við keyptum af einhverjum gaur sem sat fyrir ofan okkur eina feita og vorum sáttir með það. Það var samt rosalega skrítið að sjá 20.000 manns reykjandi marijuana allt í kringum mann, og að sjálfsögðu allir með myndavél og flass. En annars voru tónleikarnir góðir og ekkert út á þá að setja. Það er bara þessar reglur um öryggi aðstandenda og haldara sem ég fatta ekki.
En svona til að segja þá voru þetta síðustu tónleikarnir sem Eric Clapton ætlar að gera á svona ferðalagi um heiminn og það voru um það bil 60.000 manns og þá 20.000 í stúkunni minni og 40.000 á vellinum sjálfum.