Að smíða effecta bretti



Byrjaðu á að fara eitthvert og redda þér frönskum rennilás, (t.d.
Vogue, eða Virku eða álíka) kauptu þér svo tíu sentimetra af
fr. rennilás fyrir hvern effect sem þú ætlar að hafa á brettinu,
(það miðast við litlu Boss, DOD og Digitech boxin, aðrir
effektar þurfa kannski eitthvað aðeins meira af fr. r.lás)…
Ætli það sé ekki fínt að kaupa bara 2 metra til að byrja með,
þá er maður allavega “safe” í einhvern tíma… :)

Taktu fr. r.lásinn (hér eftir nefndur velcro) með þér og farðu
niðrí Teppaland í Skeifunni (eða á því svæði, þar sem brann um
árið…) og prófaðu velcro-inn á teppunum, þar sem hann festist
best skaltu kaupa slatta af því teppi… (það besta sem ég fann
á sínum tíma var svart, mjög fínt (as in andstæðan við gróft)
teppi og ég keypti að mig minnir 2 fermetra… (rúllan er
nefnilega 2m á breidd… Ég eyddi um 1000 kr í teppið hjá mér.
(ég keypti það mikið að það dugar á tvær plötur)

Allavega, þegar teppið er límt á plötuna er best að nota bara
tonnatak eða UHU lím… (alls ekki lím úr límbyssu, það losnar
strax)

Mjög gott er svo að fylgja límingunni eftir með því að hefta
teppið við plötuna (betra að gera það að neðan, ljótt að vera
með hefti ofan á brettinu sínu…)

Með því að gera þetta er maður í rauninni kominn með fínt
effektabretti fyrir mjög lítinn pening, ég held að ég hafi eytt
2000 max með öllu…
Blehhh