Ég hef mikið verið að spá í að kaupa mér rafmagns bassa undanfarið.
Vandamálið er bara að ég veit nákvæmlega ekki neitt um þá. Þessvegna væri ég mjög þakklátur ef það væri einhver hér sem gæti hjálpað mér.

Í fyrsta lagi hvernig tegund af bassa á ég að kaupa, helst þarf hann að vera góður fyrir byrjendur og ekki má hann vera mjög dýr.

Og í öðru lagi hvar get ég útvegað mér efni til að læra á bassan. t.d. hvaða kennslubækur eru góðar og hvort það sé eitthvað efni á netinu sem ég get notað.

Með fyrirfram þökkum.

zatan