Ovation collector's Series gítarinn minn. Ég er búinn að spila á gítar í rúmlega eitt og hálft ár. Fyrst þegar ég byrjaði að spila var ég mjög mikill Metallica aðdándi og þess vegna keypti ég mér rafmagnsgítar. Hann er af gerðinni Washburn. Með tímanum fór ég að fjarlægjast Metallica og fór algjörlega í hina áttina, nefnilega folk/rock. Núna er uppáhaldshljómsveitirnar mín Simon & Garfunkel, Cat Stevens, Bob Dylan og þess háttar þannig að það dugar ekkert að eiga bara rafmagnsgítar.

Mig hafði alltaf langað í eins gítar og Paul Simon notaði á tónleikunum í Central Park ‘81. Ég sá ekki nógu vel hvernig gítar þetta var en eftir að hafa flakkað aðeins á netinu komst ég að því hann er að gerðinni Ovation. Ég komst líka að því að hann gaf fyrrverandi konu sinni þennan gítar en hún seldi hann á uppboði(vanþakkláta ***).

Eftir þetta fór ég og skoðaði nokkra Ovation gítara á www.music123.com en aðeins til að komast að því að þeir voru rándýrir. Þeir eru nefnilega allir handsmýðaðir og einstaklega vandaðir. Þarna sá ég drauma mína um Ovation gítar á næstu árum hverfa út í móðu. Á þessum tímapunkti ákvað ég bara að kaupa svona þokkalegan gítar á um það bil 30.000 kr. en ég komst eiginlega aldrei til að gera það.

Og guð sé lof. Núna á milli jóla og nýárs þá benti vinur minn mér á einhvern notaðan gítar hjá tónabúðinni og ég fór að skoða afganginn af notuðu gíturunum líka. Þá rak ég augun í Ovation 30th anniversary collector’s series gítarinn. Myndin var ekki stór og það var ekki skrifað mikið um hann fyrir utan verðið sem var 65 þúsund. Ég fór niður í tónabúð og skoðaði hann betur. Ég hef nú ekki mikið vit á gíturum en ég vissi að þessi gítar hlyti að kosta rúmlega hundrað og fimtíu þúsund krónur miðað við aðra Ovation gítara. Ég tók líka strax eftir því að það var ótrúlega þægilegt að spila á hann og hann hljómaði frábærlega. Ég keypti hann auðvitað og hef varla snert hinn gítarinn minn síðan.

Núna í síðustu viku fór ég í tónlistarskólann með hann til að sýna kennaranum mínum hann. Hann var sammála mér að ég hafði gert góð kaup. Þarna fékk ég að heyra hvernig hann hljómar í góðu hljóðkerfi. Það var eins og ég væri kominn í hljóðfærahimnaríki þegar ég sat þarna og spilaði í sterio á hann(það eru tvö plögg) og skoðaði effectina. Það er sér pickup fyrir hvern streng þannig að það er t.d. hægt að setja dýpri tónana hægta megin og þá hærri vinstra megin. Einni var echo effect og eitthvað fleira.

Hérna eru tæknilegar upplýsingar um gítarinn:
Model 1996 Specifications:
6 String Acoustic/Electric
Body Type: Mid-Depth C/A
Top: Solid Sitka Spruce
Bracing: Ovation
Scale Length: 25 1/4“
Scale:
Fretboard: Ebony
Fret Inlay: 12th Fret 30th Anniv.
Bridge: Ebony
Rosette: M.O.P. Oak Leaf Pattern
Pickup: Piezoelectric
Nutwidth: 1 11/16”
Machines: Gold w/Perloid Buttons
Case:

Hérna eru upplýsingar um pre-amp'inn
* Individual pickup and preamp for each string
* Five different stereo effects plus natural chorus
* Mono or Stereo

One of the best ways to increase the impact of acoustic guitar in live performance is to use stereo. The HexFX system creates a realm of stereo effects that have never been heard on the acoustic/electric guitar.

Þessi gítar var aðeins framleiddur í 1280 eintökum þannig að ég gæti alveg eins verið eini Íslendingurinn sem á svona grip. Engu að síður er þetta mikill safngripur enda 30 ára afmælisgítar frá því að Balladeer gítarinn kom 1966. Það er því óhætt að segja að ég eigi draumahljóðfærið mitt.

Gítarinn er mjög fallegur. Fyrri eigindi hans hefur samt ekkert farið óskaplega vel með hann. T.d. hefur hann misst hann í gólfið þannig að það hefur brotnað aðeins upp úr lakkinu og hornið á hausnum hefur verið límt á. Hann hefur heldur ekki einu þrifið hann áður en hann setti hann á sölu og það var eitthvað klístur aftan á honum eins og eftir gos eða eitthvað. Hann er vínrauður á litinn. Fyrst fannst mér að hann ekkert spes en núna finnst mér hann bara flottur. Það er líka svolítið óvenjulegt eins og flest allt reyndar við þennan gítar. Það flottast við hann er örugglega silfraða röndin sem er eins og rammi utan um body'ið og hálsinn. Hringurinn í gegnum gatið er líka með fallegu munstri. Lögunin á hausnum er mjög falleg án þess þó að vera eitthvað mjög öðruvísi.


Svona í lokin vil ég benda ykkur á heimasíðu ovation og síðu um Collector's series gítarana en þeir hafa verið framleiddir frá 1982