Ég vildi bara minna á þær takmarkanir sem ég hef á myndbandakorknum, það er hvaða myndbönd fá að vera og hverjum verður eytt!


Íslensk myndbönd: fá alltaf að vera, sama hversu léleg þau eru þeim verður ekki eytt nema ég sé beðinn um það af þeim sem sendi inn myndbandið í byrjun.

Netútgáfur frá framleiðendum: fá yfirleitt að vera, en í þessum flokki þá vill ég sjá myndbönd vistaðar á heimasíðum fyrirtækisins, ég vill sjá hverjir gerðu þetta myndband en ekki hver var svo leiðinlegur að stela því og setja það á youtubeið sitt. Korkurinn sjálfur skiptir líka miklu máli, ég er mjög á móti því að sjá korka sem hafa innihald á við tóma stílabók!

Önnur myndbönd af netinu/youtube: verður eytt (hugsanlega með mjög fáum undantekningum), það hefur sýnt sig í fortíðinni að það að leyfa hvaða myndbönd sem er gengur ekki, sumir einstaklingar ráða greinilega ekki við að hafa svona mikið frelsi og senda inn mörg myndbönd á dag!


Endilega tjáið ykkur eitthvað um málið hér fyrir neðan en ekki búast við því að ég nenni að deila eitthvað um þetta við ykkur nema þið hafið eitthvað almennilegt til málana að leggja og að það sé skiljanlegt fyrir hinn almenna Íslending.

Dósatúnsbróði