Já það gæti verið að ég sé búin að setja svona inn áður en þá geri ég bara flottara núna :D mig langaði svo að segja aðeins:D

En jæja það var semsagt pabbi minn sem var í hestnum þegar hann var unglingur og krakki en hætti svo.. Svo þegar ég fæddist datt honum ekki í hug að ég myndi ólm vilja hest..
Svo þegar ég er 2-3 ára þá bið ég nú pabba um að gefa mér hest og hann ætlar nú ekki að gefa svona ungum krakka hesti

Svo tuða ég og tuða um hesta þangað til ég er 8-9 ára þá fær pabbi hest lánaðan handa mér.. Stór,brúnstjörnóttur hestur og viljugur.. Ég byrja á honum og mér fannst hann geðveikt flottur.. hann var alltaf frekar viljugur og ég var alltaf fyri aftan pabba. Svo fer ég að vera hliðiná honum næsta vetur eftir það. Svo dett ég nú af baki og hesturinn fær einhverja sýkingu í augun og hann ríkur með mig og svona..

Svo þegar ég var 13 ára fæ ég að velja mér hest hjá frænku minni sem er að hætta búskað.. og aldrei datt mér í hug að ég hætti eftir að fá þennan æðislega hest.. Ég vel jarpskjóttan 2 vetra klár allveg óvanur mönnum og aldrei verið á húsi. Hann hét þá Fjalla-jói en ég fékk að breyta og skírði hann Gust.. en hann er kallaður af pabba vinkonu minnar stundum Fjalla-Jói

Þegar ég fer svo með pabba að a.t.h með hann og svona þá segjir pabbi mér að hann sé búinn að kaupa 8 vetra brúnan hest líka handa sér.. Auðvitað fannst mér það æði:D en datt aldrei í hug að hann ætti eftir að vera í minni eign. Hann hét þá Gítar en pabbi skírði hann Tinna.. en svona já þá eru þeir nú með millinöfnin Gustur fjalla-jói og Tinni gítar svona uppá flippið:D

Þegar ég fermdist svo sumarið 2006 fæ ég kort frá pabba og mömmu sem stendur í að ég sé nú orðin eigandi af hestunum Gust og Tinna.

Svo temjum við Tinna og er hann orðin svaðalega góðir hestur,, töltir ótrúlega flott og hreint og lyftir hausnum, þvílíkt viljugur.. Ég er en ekki enn búin að fara á hann en ég prófaði hann og vá þvílík tilfinning að komast á svona hreint tölt því þá var ég bara að þjálfa einhvern hest sem brokkaði enn bara hjá mér:'D

Gustur var líka frumtaminn og kom alveg á óvart.. Hann varð bara hundurinn minn þvi hann elti mig svo.. Við fórum 4 sinnum held ég í reiðtúr á honum og aldrei hrekkti hann nema skvetti aðeins á stökki og náði pabba næstum því einu sinni af en pabbi hélt sér þó á:D Svo fór ég á honum og það var svo æðislegt,, sýndi ekki neitt og var bara mjög rólegur.. Ég vona nú samt að það komi vilji í hann en tamingarmenn hafa víst sagt að það sé betra að hann komi seinna þvi annars er erfiðara að temja þá þegar þeir eru mjög viljugir.

Svo sumarið 2007 vinn ég í hestaleigu og var þá á mörgum svaða viljugum hestum og ég elskaði það.

En næsta vetur þegar við tökum inn er stefnt á það að ég taki við Tinna og pabbi byrji að gangsetja Gust og vinur hans náttúrulega með því hann er snillingur í þessu..

En þetta var nú frekar langt kanski ;/ og vonandi nenntuð þið að lesa þetta:D annars bara engin skítaköst..! :D