Ég hef svo lítið sem ekkert verið á hestum hér í Reykjavík eða nágrenni, aðeins á hestaleigum útá landi og smölun og þessháttar.
Svo að ekki koma með einhver leiðindi þegar ég spyr þessarar spurningar.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég sá þessa auglýsingu hér fyrir neðan varð mér ekkert smá brugðið.

Verður farið í gegnum þjálfunar ferlið
hestar munu synda, fara í þurrk og hitaljós
Einnig verðum við með kynningu á hlaupabrettinu.

Ég hef lítið á móti þessu “hestasundi” gæti verið að það mýki liðina hjá hestunum oþh. En svo rak ég augun í “þurrk og hitaljós” ….Og þá vissi ég ekki hvað væri í gangi, og síðast en ekki síst “Hlaupabretti” !?

Ef ég skil þetta rétt þá virkar þetta hlaupabretti eins og það virkar á mannfólk?

Ef svo er þá spyr ég bara, TIL HVERS? fá hestarnir ykkar svona litla hreyfingu ? Svo ég snúi mér að “þurrk og hitaljósi” Útá hvað gengur það eiginlega? Að þerra hrossin eftir að þau hafa tekið sér smá sundsprett? Og þá hitaljós til að koma hita í kroppinn á þeim?

Þegar maður les svona hluti hlýtur maður að spyrja sig hvort þetta teljist eðlilegt? Eru hestarnir sem eru staðsettir í Reykjavík í þannig þjálfun að þetta er nauðsynlegt?

Kannski fer ég með alrangt mál en til þess er nú þessi korkur.

Væri gaman að heyra skoðun ykkar á málinu.

P.S kem með annað umræðuefni í sambandi við mótorhjól og hesta þegar ég nenni haha later.