Hér koma smá upplýsingar um Hjaltlendinginn teknar úr Stóru hestabókinni:

Hjaltlendingur er smáhestur og er mjög vinsæll í Bandaríkjunum. Hann er upprunninn á Hjaltlandi(í Skotlandi)og
fyrstu hestarnir voru fluttir vestur um haf 1885. Árið 1888 var stofnað Bandaríska Hjaltlendingafélagið.
Hvergi hefur verið gerð tilraun til kynblöndunar.

Hjaltlendingurinn er sagður skynsamur, fjörugur, meðfærilegur, sérlega skapgóður, gangurinn með hárri lyftu, ýktur og yfirlætislegur.
Þeir geta verið brúnir, jarpir, svartir, rauðir, aðalrauðir, gulhvítir, mósóttir og gráir.
Meðalhæð hans er 103 cm á herðakamb.
……….