Ég var að ríða út um daginn ásamt nokkrum vinum mínum á reiðgötu rétt utan við Reykjavík. Við vorum nýstigin af baki og vorum rétt fyrir utan reiðgötuna þegar við sáum nokkra á mótorhjólum/mótorcrosshjólum eða hvað sem þetta er kallað fara inn á reiðgötuna. Ef þeir hefðu verið 5 mínútum fyrr þá hefði getað farið illa. Við vorum 2 á mjög erfiðum hrossum og hinar 2 algerlega óvanar á hestum og ég efast ekki um að við hefðum fokið af baki ef við hefðum ennþá verið á baki. Ég frétti eftir á að það er ekki óalgengt að að þeir séu á þessari götu.

Ef einhverjir ykkar sem lesa þetta stunda þessa íþrótt þá vil ég vinsamlegast biðja ykkur um að gera það ekki á reiðgötum, og tala við þá sem gera það ef þið vitið til þess. Við hestamenn og Landsamband hestamanna eigum þessar götur og þið hljótið að geta gert ykkar eigin eða stundað þetta á hættuminni stöðum.

Ég efast um að þessir einstaklingar fatti hvað þeir eru að gera, allavega get ég bara ekki trúað að einhver geri þetta viljandi.

Þeir geta fælt hross í rekstri eða hesta sem eru til reiðar og þeir geta hrædd hestana sem fólk situr á svo illilega að fólk detti af þeim og geti slasast illilega og jafnvel dáið.

Ég er viss um að enginn vilji bera ábyrgð á því !!!!!!!

Svo ég vinsamlegast bið ykkur um að athuga ykkar gang og reyna að finna betri staði fyrir ykkar hobbí.

Kv. catgirl