Einu sinni var Kvistur.... Þá það.. Ég lofaði að fara að gera eitthverjar greinar inná þetta áhugamál. Hérna kemur ein.

Hún er um einn hest sem heitir Kvistur, Kvistur frá Þúfu.

Margir hér kannast vel við hann. Þar sem ég hef skrifað voða mikið um hann, enda á ég hann. Og sent billjónn myndir af honum.. (humm) En já, ég ætla að skrifa frá byrjunni til enda. En þar sem ég hef ekki þekkt hann frá því hann fæddist þá ætla ég bara skrifa frá því þegar ég heyrði um hann fyrst.

Mig minnir að örlagadagurinn mikli var, 18.januar 2007. Þegar ég frétti það að nú ætti ég hest, hvort sem mér líki betur eða verr. Þá var þessi hestur minn. Tveggja vetra hestur. Brúnskjóttur. Undan draumahesti mínum, Stakki frá Þúfu. Ég varð svo glöð að ég held að ég hafi ekki látið venjulega þann dag. Ég var í “himnaríki” þann mánuð. Alltaf þegar ég hugsaði til þess að ég ætti hest loksins, brosti ég. Rétt eins og þegar ég eignaðist hundinn minn.

Það var í febrúar þegar ég sá Kvist loksins. Hann var allveg dökkbrúnskjóttur med svo mikið tagl og fax, en engann topp.. En það skifti engu, hann á hvort eð er eftir að vaxa aftur. Hann var styggur en á endanum kom hann til mín til þess að fá smá brauðmola. Fyrst þurfti ég að henda því til hans en svo kom hann og tók það úr lófa mínum. Þar sem þetta var hesturinn minn vildi ég klappa honum.. Hann hörfaði fyrst frá hendinni minni en svo skildi hann að ég vildi honum ekkert illt. Ég gat aðeins klappað honum a hausinum en þegar ég fór að klappa honum á hálsinum þá fór hann. Eftir þetta þá varð Kvistur strax hændur mér.

Hann kemur til mín þegar ég kem í hagann og vill fá nudd og klór. Nú í sumar þá var hann byjaður að leyfa mér ad taka upp fætur sínar og klappa sér alls staðar. Ég get látið hendurnar mínar á bakið á honum eins og ég er að fara á berbak og látið mig hanga á honum. Svona hjálf eitthvern veginn. Svo góður er hann við mig. Hann og systkyni hans eru öll svona, fyrir utan yngsta hestinn.

Í sumar þá er ég búinn að vera að temja systur hans. Berglindi frá Þúfu. En fyrsti dagurinn var ömurlegur. Það var verið að teyma hana inni hesthúsi fram og til baka. Ég var að ná í hnakk á hana. Þegar ég lappa úr hnakka geymslunni og er að lappa inn þar sem stíurnar eru þá kemur afturendinn á merinni beint á mig, ég hendi hnakknum frá mér ég ýtti á afturendann á hryssunni, á meðan er merinn allveg að deyja úr hræðslu. Ég þurfti alla mína orku í að halda merini svona svo hún færi ekki inn í hnakkageymslunna. Hún barðist verulega mikið. Ef hún hafði hugsað út í það að sparka þá veit ég ekki hvernig það væri að lappa í dag. Hún er þriggja vetra, brúnskjótt. Ofsa ofsa falleg. Hún er alhliða. Ég hef séð hana taka skeiðspretti úti haga og hún verður flugvökur, því get ég lofað. Hún Berglind er allt önnur í dag. Hún er æðisleg!

En nú, aftur að Kvisti. Kvistur skilur hljóð voða vel. Ef ég vill fá hann til þess að hreyfa sig, þá smelli ég í góm. Hann hleypur hringi í kringum mig úti haga. Ef ég kem með blíða og rólega rödd, þá fer hann hægar eða stoppar allveg og horfir á mig, eins og hann er að biðja um verðlaun. Hann er alltaf jafnt elskulegur. Hann verður afbrýðissjúkur útí hina hestanna ef ég gef þeim brauð. Hann er samt ekki með nein leiðindi við þá.
Nú í dag eru öll tamningartrippinn á leigulóð nálagt Þúfu. Ég fór til þeirra um daginn til þess að kíkja á Kvist. Hann var búinn að stækka smá og aftur orðinn dökkbrúnskjóttur, toppurinn ekki enn kominn. Í sama hólfi og trippinn eru fjórir fullorðnar brauð-bykkjur. Ég var með tvö boka af brauði fyrir trippinn. Ég var svolítið vitlaus að ég fór vitlausum meginn í hagann. Ég var hinum meginn við á. Trippinn voru á hinum árbakanum. Ég lappaði meðfram ánni og Kvistur var hliðinná mér hinum meginn við ána. Öll trippin fylgdu Kvisti, líka þessar bykkjur. Bykkjurnar voru alltaf að bíta, sparka í trippin. Þegar ég var búinn að lappa smá spöl kom ég að stað þar sem var mjög grunnt. Ég hoppaði á stein og var kominn yfir. En það sem var, Kvistur var kominn á hinn árbakann. Við höfðum farið á sama tíma yfir ána án þess að taka eftir hvort öðru fara yfir. Ég hoppaði aftur yfir og Kvistur kom til mín. Ég opanaði pokanna en þá koma þessar bykkjur og kafæra mig í frekju og truntuskap. Kvistur og vinnur hans ræðust á þá. Ég meina það.. Mjög rólega samt. Ég var fljótt að opna bokanna og henti fullt af brauði útum allt þarna.. Ég gaf Kvisti og vinni hans úr hendi. Ein bykkjan kom að vinni Kvist og sparkaði í hann. Kvistur hjálpaði auðvitað vinni sínum og gaf bykkjunni spark. Kvistur passar sína hjörð og vinni. Bróðir Kvists var orðinn heldur pirraður á bykkjunum hvernig þeir fóru með litla bróður hans. Næst þegar bykkjurnar ætluðu að ráðast á Kvist og vinninn hans kom bróðir hans með þvílík læti. Þið sem hafið séð Villta folann þá lét bróðir hans eins og Sindri( villti folinn). Kvistur varð voða glaður.. Ofsa montinn af stórra bróður sínum, Kolfinni. Kolfinnur er þrælmyndarlegur hestur. Stór og mikill.. Skrítið að hann er ekki leiðtogandi hjarðarinnar. En Kvistur er leiðtoginn. Kolfinnur er hægri hönd hans held ég nú bara.. Sannir bræður. Þau öll i hjörðinni er öll flest skyld. Þetta er heil fjölskylda. Og öll láta þau þannig.

Kvistur verður taminn bráðlega. Ég stefni í margar hestaferðir árið 2009. Þannig hann verður orðinn fulltaminn þá.. Kannski verður stefnt hátt 2010 á landsmót. Hver veit?


Vonandi var eitthvað vit í þessari grein. Svo er það bara>. Allir að vakna.! Nú er tíminn þar sem hestamennskann vaknar til lífsins.

Og bara afsakið þennann ótrúlega asnalega titill! xD.. Ég veit bara ekkert hvað ég á að kalla þetta. En ég er ekki góð í að búa til Titla.. ;p


–Lilje

(Afsakið allar villur, er að venjast þessu lyklaborði)
— Lilje