Mr. Ed(Frægð vikunar á 847.is) Hérna er ein svona “Frægð vikunar” sem kemur frá 847.

Mr. Ed


''Mr. Ed'' var þáttur um talandi hest og arkitektinn Wilbur. Wilbur mátti engum segja að Mr. Ed gæti talað - og Mr. Ed nýtti sér það óspart að koma honum í vandræði! Þegar Ed slapp úr stíunni sinni eða komst í símann átti Wilbur alltaf von á einhverjum ævintýrum.Mr. Ed talaði einnig nokkrum sinnum við börn í þáttunum. Wilbur fór iðulega í stresskast yfir því en hesturinn hló alltaf við og sagði ,,Hver trúir krakka sem segir að hestur hafi talað við hann?'' Húmorinn var aldrei langt undan í þessum þáttum enda varð hann vinsæll fyrir alla fjölskylduna.



Mr. Ed varð frægur fyrir uppátæki sín enda vildi hann líkjast mönnum í háttum og hegðun. Hann flaug t.d. flugvél, hitti frægt fólk (Clint Eastwood), hélt afmælisboð, keyrði vörubíl, spilaði hafnabolta og fleira í þeim dúr. Þættirnir voru sendir út í Bandaríkjunum í janúar árið 1961 og vöktu mikla lukku. Þeir voru framleiddir til ársins 1966 og urðu 143 talsins. Þættirnir unnu mörg verðlaun, m.a. Golden Globe verðlaunin.



Sá sem ‘'lék’' Mr. Ed var sýningarhestur sem hét Bamboo Harvester. Hann var fæddur árið 1949 í Kaliforníu. Galdurinn til að fá hestinn til að ‘'tala’' var að setja hnetusmjör upp í góminn á honum og oft var náð öllum hans hluta í þætti í einni töku. Svo var hesturinn talsettur þegar búið var að setja þáttinn saman og klippa hann. Hesturinn Pumpkin var aðstoðarleikari Mr. Ed enda líkur Bamboo Harvester. Hann lék í atriðum sem náðu yfir tamningu Bamboos og færni þó hann léki flest sjálfur. Bamboo var mjög sérstakur persónuleiki og skemmtilegur. Pumpkin var í stíu við hlið hans og stundum varð Bamboo mjög afbrýðisamur út í aukaleikarann - sérstaklega ef fólk talaði við Pumkin fyrst, þá snéri hann sér ekki við þrátt fyrir að gulrætur væru í boði!



Mr. Ed var mjög vinsæll í heimalandinu og þegar hann dó, 19 vetra gamall, reyndu framleiðendur þáttanna að fela það. Pumpkin tók við sem Mr. Ed jafnvel þótt þáttunum hafði löngu verið lokið - ást landsmanna á hestinum var svo mikil. Honum var lógað vegna veikinda árið 1970.

Mynd: Þarna er hann á brimbretti :P

getið séð fleirri myndir á þessari slóð! http://847.is/ í Unglingum og svo í Afþreying og síðan í Frægð vikunar :P
— Lilje