Andalúsíuhesturinn Ég hef verið alveg dolfallinn yfir þessari hestategund.Og ekki minnkaði áhuginn hjá mér þegar ég sá Lord of the Rings II og III, en hesturinn sem leikur Húmfaxa er einmitt hvítur Andalúsíu hestur

Uppruni
Andalúsíuhesturinn er uppruninn á sólbökuðum söguslóðurm Spánar, Jerez de la Frontera, cordoba og Sevilla nánar tiltekið, en þar sáu karþúsamunkar um að halda stofninum hreinum og sýndu mikla natni. En erfitt er að segja með vissu hvaðan svo gamalt kyn er upprunnið.

Fyrir Ísöld var landbrú milli Spánar og Norður-Afríku þar sem nú er Gíbraltarsund (þar sem aparnir eru ) Berbahestar gátu hafa komist yfir hana til SPánar á meðan márar hersátu Pýrennaskaga. Árin 711 - 1792 voru Sorraiasa-smáhestar fulltrúar heimastofnsins, en þeir voru frumstæðir með íblöndun frá Berba-hestum.
Mjög líklegt er að spænski hesturinn hafi orðið til við kynblöndun innlenda stofnsins og Berba frá N-Afríku

En í gegnum árin hefur hann aðallega verð notaður af nautabönum og hjarðmönnumm, en er líka vinsæll þegar riðið er á tilkomu miklar markaðshátíðir og hefur honum oftar en ekki veirð kennt “Spænska sporið”

Líkamsbygging
*Höfuðið er oft með hauksvip séð frá hlið og sækir sitthvað til
Berba-hesta. Þetta útlit vekur alltaf athygli
*Sterk læri og mikill hreyfanleiki liiðamóta í afturfótum gerir
Andalúsíuhestinn einkar hæfann til sýnikennslu í reiðmennsku
*Eitt af aðaleinkennum Andalúsíuhestsins er langt og þykkt fax og tagl, en
það er oft liðað, sem dregur fram fornlegan svip hans
*Hann er að jafnaði 1,52 m á hæð og þá að hann sé stundum full
lendarslakur, taglið sitji lágt og hraðinn mætti vera meiri er hann gríðar
sterkur og úthaldsgóður

Hreyfingar:
Hreyfingarnar eru stoltar og yfirlætislegar. Gangurinn er háttbundinn og tilkomumikill, brokkiið er með háum fótaburði og miklum krafti, valhoppið mjúkt og vaggandi. Náttúrulegt jafnvægi, fjör og skaphiti Andalúsíuhestsins að viðbættum sérstæðum gangtegundum og hlíðni skipa honum í flokk meðal bestu reiðhestum

Litur:
Hesturinn getur verið hvítur, grár, svartur eða jarpur með ýmsum blæbrigðum en í dag eru um 80% Andalúsíuhesta í heiminum gráir eða hvítir, 15% jarpir en einungis 5% svarti