Hei, ég fékk smá hugmynd af Kvikmyndaáhugamálinu.
(http://www.hugi.is/kvikmyndir/g reinar.php?grein_id=66476)
Við mundum hafa það þannig að ég mundi byrja að nefna einn þekktann hest og segja það sem ég veit um hann og nefna svo einn hest og segja ekkert um hann. Svo mundi sá sem veit eitthvað um hestinn skrifa það sem hann veit og nefna svo annann hest fyrir næsta og svo koll af kolli. Þannig mundum við fræðast heilmikið um íslenska hesta.
Ef ykkur finnst þetta sniðugt þá endilega takið þátt.

P.s. Ekki hafa þetta erfitt því það vita kanski ekki allir jafn mikið um hesta sem sækja þetta áhugamál.

P.s.2 Svo vill ég minna á vefina www.hestur.is, www.hestar847.is og www.eidfaxi.is .

Jæja hér kemur það:

Andvari frá Ey: Faðir: Orri frá Þúfu, móðir: Leyra frá Ey 1.
Upprunalegur eigandi: Karl Halldórsson, núverandi eigendur: Hrossaræktarsamband Suðurlands og Hrossaræktarsamband Eyfirðinga og Suður-Þingeyinga. Bítala: IS1990184730

Hæfileikar: 8,40
Sköpulag: 8,32
Aðaleinkun: 8,36
Tölt: 9,5 Brokk: 9,0 Stökk: 8,5

Andvari er klárhestur með tölti (skeiðlaus) og það alveg einstakt tölt, ég meina 9,5 er ekki að ástæðulausu.
Að mínu mati er hann hreinn snillingur, og svo er hann líka pabbi hestsins sem ég er með núna :)

Næsti hestur mundi vera:
Dynur frá Hvammi