Ást á hesti við fyrstu sýn: “Þarna á bænum voru tryppi bæði tveggja og fjögurra vetra. Ég var ekki búin að vera lengi að skoða hrossin þegar ég tók eftir móálott skjóttum fola, það var nánast ómögulegt að ná að komast nálægt honum en þegar ég sá hann vissi ég að þetta var draumahesturinn…”

Sjálf var ég alger byrjandi í hestamennskunni, þar til fyrir 2-3 árum, þegar ég fékk fyrsta hestinn minn, Þokka, fremur óþolinmóðann og mislindann, en þó yndislegann hest. Smátt og smátt lærði maður á hann og eins annan hest sem kom í hagagöngu í sveitina til okkar. Í dag stefni ég á hóla og hef endalausann áhuga á tamningum… En tryppið sem ég lýsti í byrjun greinarinnar er fyrsta hrossið sem ég tem, og því langar mig að segja ykkur aðeins frá honum.

Strákur frá Miklabæ(minnir mig), er undan Tvisti frá Krossi, móálott skjóttur, sokkottur, hálf skottottur og nösottur. Hann er fjögurra vetra í dag, ekkert allt of stór, en óvenju geðgóður. Vel bygður, en með lélega hófa. En þegar við sóktum hann þá var hann fremur styggur, teymdist fremur illa þegar verið var að koma honum í kerruna og úr henni. Þetta var síðasta vetur og þann veturinn sá maður hann mjög lítið, hann var bundinn á bás og stóð við vegg allan veturinn. Eitt skiptið flæktist hann á básnum, bakkaði einhvernvegin undir merina við hliðina og tók það talsverðann tíma að ná að leisa hann því hann teymdist engann veginn.

En þar sem mér, persónulega, hundleiðast hross sem má varla koma við, stygg eða slæg, og eins fannst mér annars fallegt tryppið vera full skítugt, enda hafði honum lítið eða ekkert verið kembt. Þá áhvað ég einn daginn að ná tryppinu úti í gerði og kemba því. Eftir að hafa náð honum gat ég einungis kembt skárri hliðina, því hliðin sem snéri að veggnum var heilög, það mátti ekki koma að honum þeim megin. Í einn og og hálfann tíma, hélt ég áfram að kemba Stráksa og núna veit ég að ómeðvitað byrjaði ég frumtamninguna, Smátt og smátt snérist þetta upp í leik, og að lokum náði ég að kemba hina hliðina. En fólk í kringum mig hund skammaði mig fyrir óvarkárni í kringum svo ungt hross. En þar sem ég á eftir að umgangast hann talsvert áframm stóð ég föst á því að hann yrði bara að venjast mér.

Ég veit ekki alveg hvernig það gerðist en eftir um sólarhring úti í haga, gat ég lagst niður við hliðina á honum og klappað honum eins og mér síndist, og þegar hestarnir ætluðu að stynga af upp á fjall fór ég og kallaði á hann, hann kom og restin fylgdi eftir. Seinna setti ég á hann múl, labbaði af stað, og hann hefur teymst alla tíð síðan, en þá á feti eingöngu, honum var aldrei kennt að gefa lappirnar, en hann gerði það frá upphafi… Ég vissi ekki áður að svona sjálftamin hross findust ennþá.

Svo sá ég eitthvað tamningarmyndband, horfði ´´a það og hrysti bara hausinn, það sem ég hafði verið að leika mér að kjassa og teyma Strák, voru meirihluti tamningar, karlinn fór á bak á mun minna tömdum hestum, og ég sem hélt að tamningin væri bara að byrja…

Svo kom loks að því, ég flutti vestur og núna loks get ég haft hestana sjálf, fékk pláss nánast gefinns og tók inn rétt fyrir jól. Einn daginn fór hann að skeiða í taumi og nokkrum dögum síðar sýndi hann brokk, og núna fylgir hann mér laus á flestum gangi ynnan gerðisinns. Fólkið í hesthúsunum er búið að vera alveg yndislegt alltaf tilbúið að spjalla og um hrossin og bara allt milli himins og jarðar, það er búið að járna þann eldri, og ætla bráðum að fá einhvern til að járna Strák, vegna þess að eins og hann er yndislegur þá eru hófarnir mjög lélegir, hann ólst upp á mýri og því vantar herslu í hófana, annars er mér sagt að það lagist eftir járningu. Er það satt?

En í dag var maður að gefa og láta út, ég var aðeins að spjalla við Báru, sem er eining í hesthúsunum og var eitthvað að spá í tamningar aðferðum og því að stökkva á bak, berbakt, og hún sagði mér að þetta væri minn hestur svo að ef mig langaði til að stökkva á bak á Strák þá skyldi ég bara gera það, svo ég áhvað aðeins að kikja á Stráksa minn úti í gerði með hinum og fór að lokum næstum á bak.. Hann má eiga það, að hann stendur betur kyrr og er stilltari en sá gamli sem er fljótur að snúa sér ef ég ætla á bak.

Á húsi hefur hann svo fengið að éta smá með beisli og tók því bara vel. Ég er búin að vera að gera mitt besta til að búa hann undir járningu, taka upp á honum hófana og tók jafnvel hamarinn um daginn og lamdi neðan á hófinn og það var ekki til stress í honum… Svo hvað á maður svo að gera næst?

En hvað finnst ykkur hefur tamningamyndbandið rétt fyrir sér, ætti ég bara að fara að skreppa á bak, eða hvað?

Hvernig hafa ykkar fyrstu hross reynst?
-