Ég var eitthvað að garvast í gömlum greinum og fann þar flottan leik sem Sleipnir byrjaði á. Hann er þannig að ég byrja og segi einn þekktan hest og segi allt sem ég veit um hann. Síðan nefni ég einn hest og það er ykkar verkefni að finna upplýsingar um hann og senda hingað. Hægt er að fá upplýsingar á eidfaxa.is. hestar847.is og hestur.is svo eitthvað sé nefnt.

Allt í lagi, seinasti hestur sem var nefndur í gamla leiknum var Töfri frá Selfossi og ég ætla þess vegna bara að byrja á honum.

Töfri frá Selfossi [IS1996187670]
Töfri er steingrár stóðhestur, fæddur á Selfossi það herrans ár 1996. Foreldrar hans eru Röðull frá Lækjartúni og Rabbý frá Stekkum.

Faðir: IS1992186520 Röðull frá Lækjartúni
Ff: IS1979125040 Adam frá Meðalfelli
Fm: IS1983286011 Halastjarna frá Hala

Móðir: IS1972287551 Rabbý frá Stekkum
Mf: IS19AA187002 Þeyr frá Stekkum
Mm: IS19ZZ286264 Þula frá Efri-Sumarliðabæ

Eigandi er Ingimar Baldvinsson

Sýning 6 vetra 2002, Hafnarfirði, Stórmót [m1672-1.6]
1. verðlaun; aðaleinkunn 8,27; gerð 8,08; kostir 8,40. Sundurliðun: höfuð 8,0; fram 8,0; prýði 8,0; aftur 9,0; samræmi 8,0; fætur 7,5; liðir 8,0; hófar 8,5; fet 9,0; tölt 9,0; brokk 9,0; skeið 5,0; stökk 9,0; lund 9,0; reið 9,0; hægatölt 9,5; hægastökk 9,0.

Ég legg til að næsti hestur verði Andri frá Hafsteinsstöðum. Gangi ykkur vel!

Heimildir:
www.eidfaxi.is
www.hestur.is