David Bowie 2.hluti(og síðasti) Biðst velvirðinga á því hversu langan tíma þetta hefur tekið, en vegna anna tókst mér ekki að klára þetta fyrr en nú í kvöld. Gjöriði svo vel:

Eftir plötuna Low þá hjálpaði Bowie ma. félaga sínum Iggy Pop með ‘kombakk’ plötu sína, The Idiot and Lust for Life sem og að túra með honum sem hljómborðsleikari. Hann lék einnig í kvikmyndinni Just A Gigolo ásamt Marlene Dietrich og Kim Novak. 1978 snéri hann aftur á sviðið og fór á tónleikaferðalag. Næsta plata hans ásamt Eno, Heroes, var eins og Low, helmingurinn Instrumental en hinn sunginn. Hann hafði fengið til liðs við sig Robert Fripp, sem aðalgítarleikara, sem þekktastur er fyrir að hafa verið í bandinu King Crimson, en Carlos Alomar er sem fyrr ryþma gítarleikari og George Murray bassaleikari. Lögin Heroes, Blackout og Beauty and the Beast fengu þónokkra spilum í útvarpi. Persónulega finnst mér fyrri helmingurinn, sá sem er sunginn betri. Árið 1979 tóku Bowie og Emo upp plötuna Lodger í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hún var ólík fyrri tveimur plötum hans og Eno að því leiti að það eru engin instrumental lög. Skömmu síðar fylgdi tónlistarmyndband við lagið D.J. og var það gert af David Mallet.

Næsta verk hans, Scary Monsters kom út 1980. Hún inniheldur m.a. lagið Ashes to Ashes sem fjallar um geimfarann Major Tom, sem kom fyrst fram í laginu Space Oddity. Þar fer geimfarinn út í geim en festist þar. Lagið Teenage Wildlife er einnig eitt af hans betri lögum og er ma. ein aðdáendasíða nefnd eftir því lagi; www.teenagewildlife.com, ítarleg og góð síða. Videoin við Fashion og Ashes to Ashes voru einnig mikið spiluð í sjónvarpi. Platan var hans síðasta fyrir RCA útgáfufyrirtækið. Eftir plötuna tók hann sér hlé frá tónlistinni, fyrir utan að taka upp lagið Under Pressure með meisturunum í Queen. Hann kom einnig fram í kvikmyndunum Christine F[1981], þar sem hann leikur sjálfan sig, og í vampírumyndinni The Hunger[1983], þar sem hann leikur eitt af aðalhlutverkunum.

Eftir þetta hlé skrifaði hann undir plötusamning við EMI Records og tók upp plötuna Let’s Dance, og kom hún út 1983. Hann hafði ráðið hinn óþekkta gítarleikara, Stevie Ray Vaughan og bassaleikara Chic, Nile Rodgers til að spila á plötunni. Hún innihélt eitt hans þekktasta lag, China Girl, sem hann samdi með Iggy Pop, auk laga eins og Let’s Dance og Modern Love, en þau tvö fyrrnefndu náðu bæði á topp 10 í Bretlandi. Under Pressure sem hann gerði með Queen, eins og áður kom fram, var aukalag á plötunni. Bowie fylgdi plötunni eftir með tónleikaferðalaginu Serious Moonlight, þar sem var uppselt á alla tónleika. Næsta plata hans, Tonight kom út 1984. Þó að hún hafi selst vel, og lagið Blue Jean hafi náð inná topp 10, þá fékk hún misjafnar viðtökur og var frekar mikil vonbrigði. Iggy Pop tók þátt í þessari plötu eins og þeirri síðustu, samdi nokkur lög og söng í Dancing With The Big Boys. Tina Turner söng einnig ásamt Bowie í titillaginu og Carlos Alomar var á sínum stað með gítarinn í hendi. 1985 tók hann upp lagið Dancing in the Street með Mick Jagger, forsprakka Rolling Stones. Hann kom einnig fram í nokkrum kvikmyndum og má þar nefna Into The Night[1985], Absolute Beginners[1986] og Labyrinth[1986].

Árið 1987 snéri Bowie aftur í stúdíó og tók upp plötuna Never Let My Down sem kom út seinna sama ár. Platan fékk slæmar viðtökur eins og sú síðasta og náði 6. sæti í Bretlandi og aðeins 34. í Bandaríkjunum. Platan var endurútgefin af Virgin Records með lögunum, Too Dizzy, When The Wind Blows, Girls og Julie árið 1995, og af EMI Records árið 1999 með laginu Too Dizzy. David Richards próduseraði ásamt Bowie. Í september 1989 gaf hann út þrefaldan disk, Sound+Vision, sem innihélt heil 50 lög frá ferli hans og einnig tónleikaupptökur. Þarna voru ma. lögin Space Oddity, The Man Who Sold The World, Changes, Ashes To Ashes og tónleikaupptökur af Ziggy Stardust og Changes.

Árið 1989 stofnaði Bowie hljómsveitina Tin Machine ásamt gítarleikaranum Reeves Gabrels, bassaleikaranum Hunt Sales og bróður hans, trommaranum Tony Sales, en þeir voru synir sjónvarpsmannsinns Soupy Sales. Tony hafði áður unnið með Bowie, á plötu Iggy Pop, Lust For Life. Sama ár tóku þeir upp og gáfu út plötu, en fékk hún einfaldlega nafnið Tin Machine. Meðal laga voru Heaven’s In Here, Crack City og John Lennon lagið Working Class Hero. Platan fékk slæma dóma gagnrýnenda en fylgdu þeir plötunni eftir með tónleikaferðalagi. Þrátt fyrir slæma dóma seldist platan nokkuð vel og náði 3. sæti Breska metsölulistans, og hélt sér á listanum í 9 vikur. Tin Machine II, sem kom út 1991 fékk en verri dóma en sú fyrri og aðdáendurnir ekki sáttir með framvindu mála. Platan, sem innihélt 12 lög seldist eins vel og sú fyrri. Hún náði aðeins 23. sæti í Bretlandi og var aðeins í 3 vikur á listanum.

1993 leystist Tin Machine í sundur og Bowie snéri sér aftur að sólóferlinum. Platan Black Tie White Noise kom út 6. apríl 1993. Hann fékk Pugi Bell til að spila á trommur, Barry Campbell og John Regan á bassa og Nile Rodgers á gítar. Auk fjögurra hljómborðsleikara og sex bakraddasöngvara. Mick Ronson kemur einnig fram í laginu I Feel Free. Meðal laga voru Black Tie White Noise, Jump They Say og Morrisey lagið I Know It’s Gonna Happen Somaday af plötunni Your Arsenal sem hafði komið út árið áður, en hún var eimitt próduseruð af Mick Ronson. Skömmu síðar, eða 29. apríl lést Mick Ronson úr lifrakrabbameini, þá aðeins 46 ára gamall. Síðar voru haldnir minningartónleikar um þennan frábæra gítarleikara í London þar sem komu ma. fram The Spiders From Mars, Roger Taylor, trommari Queen, Roger Daltrey, söngvari The Who og Ian Hunter, söngvari og gítarleikari Mott The Hopple, sem Mick var eitt sinn meðlimur í. Einnig kom gamla hljómsveit hans, Rats fram. En aftur að Bowie, Black Tie White Noise fékk jákvæðari dóma en síðustu plötur hans og náði hún ma. 1. sæti í Bretlandi en þá aðeins því 39. í Bandaríkjunum. Þess má til gamans geta að á Indónesísku(wtf. Skrítið orð) söng Bowie lagið Don´t Let Me Down And Down á Indónesísku!

Næsta plata var instrumental sándtrakk fyrir sjónvarpsþátt BBC, The Buddha Of Suburbia, sem var byggður á samnefndri bók Hanif Kureishi. Platan var tekin upp í Mountain stúdíóinu í Montreux í Sviss. Öll lögin eru samin af Bowie og Erdal Kizilcay, fyrir utan lokalagið, sem ber nafnið Buddha Of Suburbia eins og upphafslag plötunnar, það er samið af Lenny Kravitz, sem spilar einnig á gítar í því lagi. Á plötunni spilar Bowie á hljómborð, gítar og saxafón ofl. og Erdal Kizilcay á trompet, hljómborð, bassa, gítar og trommur. Auk þess spilar Mike Garson á píanó á Bleed Like A Craze, Dad(eitt lag ekki tvö) og South Horizon. Platan seldist þó ekki vel, enda er það ekki venjan með svona plötur. 25. september 1995 kom út platan 1. Outside. Hafði hann þá endurnýjað kynni sín við Brian Eno frá Berlínardögunum og unnu þeir að plötunni saman. Þarna er á ferðinni mjög gott verk og þótt mörgum fynnist platan fulllöng(Heil 19 lög, 20 með aukalagi Japönsku útgáfunnar) þá eru mörg frábær lög og ber þar helst að nefna Hallo Spaceboy, Strangers When We Meet, No Control og The Heart’s Felthy Lesson. Síðan fór hann á Ameríkutúr með hljómsveitinni Nine Inch Nails og síðar Bretlandstúr með Morrisey.

20. ágúst 1996 hélt David Bowie tónleika í Laugardaldshöllinni fyrir framan rokkþyrsta Íslendinga. Þá var hann á Outside túrnum. Árið 1997 varð Bowie 50 ára og hélt hann upp á það með tónleikum á Madison Square Garden. Næsta plata hans, Earthling, eða Jarðlingur á góðri íslensku kom fyrst út 30. janúar, og það í Frakklandi, en ekki fyrr en 3. febrúar í Evrópu(Þaes. Annars staðar í Evrópu en Frakklandi) og 10. febrúar í Bandaríkjunum. Innihélt hún ma. lögin Little Wonder, Seven Years In Tibet, Men On Fire og The Last Thing You Should Do. Platan var tekin upp í Looking Glass stúdíóinu í New York. Á Ballroom túrnum spurði Bowie áhorfendur hvort hann ætti að skýra plötuna Earthling eða Earthlings(með essi) og völdu þeir Earthling. 5. október 1999 kom út platan Hours og fékk hún nokkuð jákvæða dóma. Hún innihélt ma. lögin The Pretty Things Are Going To Hell, Seven, Thursday Child og Survive. Næsta plata hans var Heathen, en hún kom út 2002. Þá vann hann með Tony Visconti í fyrsta skipti í næstum 20 ár. Margir frægir gestaspilarar koma fram á plötunni og má þar nefna Dave Grohl, fyrrum trommara Nirvana og forsprakka Foo Fighters, sem spilar á gítar í laginu I’ve Been Waiting For You, og gítarleikara og aðallagahöfunds goðsagnakenndu rokksveitarinnar The Who, sem spilar í laginu Slow Burn. En The Who höfðu mikil áhrif á Bowie þegar hann var að byrja í tónlistinni. Meðal laga voru I Took a Trip on a Gemini Spacecraft, 5.15 The Angels Have Gone og Pixies lagið Cactus. Hans nýjasta plata, Reality kom út í Bandaríkjunum 16. september 2003. Þar hélt hann áfram að vinna með Visconti og Mike Garson, sem spilaði ma. á Aladdin Sane. Platan fékk góða dóma viðsvegar og nú er Bowie á tónleikaferðalagi, reyndar þurfti hann að hætta við að koma fram á Hróarskeldu vegna meiðsla en hann er búinn að jafna sig og er kominn á sviðið aftur. Nú er bara að bíða eftir nýrri plötu frá meistaranum.


Kv.
Massimo