Það er gríðarleg spenna fyrir síðasta hring HP Classic á PGA mótaröðinni. Slæmt veður hefur seinkað mótinu um einn dag og því klárast það á morgun.

Joe Ogilvie hefur leikið mjög jafnt (66-67-66) og er með tveggja högga forystu á -17 undir pari. Ogilvie er búinn að vera á PGA í nokkur ár en hefur aldrei náð að sigra né náð fótfestu. Ef Ogilvie sigrar verður þetta algjör draumastund fyrir hann.

Charles Howell III og Phil Mickelson eru jafnir í 2. sæti á -15 undir pari. Gaman verður að fylgjast með Howell á morgun því hann hefur oft áður verið nálægt sigri fyrir síðasta hring en alltaf gert í buxurnar!

Þetta er fyrsta mót Phil Mickelson eftir að hann sigraði Masters og með þessari spilamennsku er sá örvhenti að sýna að hann er einn af þeim bestu, ef ekki sá besti í dag.

Justin Rose sem lét taugarnar fara með sig á Masters er -14 undir pari og Vijay Singh sem sigraði í síðustu viku er -13 undir og til alls líklegur.

Á morgun verður gaman að fylgjast með HP Classic. Ég vona að Joe Ogilvie klári dæmið, það yrði honum kærkomið.

Hérna er staðan: <a href="http://www.pgatour.com/scoring/leaderboard/r018/3/r">http://www.pgatour.com/scoring/leaderboard/r018/3/r</a><br><br>——————-
<i>make par, not war</i
——————-