Hraðapælingar samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins eru einmitt alltaf jafn skemmtilegar, það er eiginlega alveg sama hversu mikið maður lærir um þær. ;)
Það er einn almennur misskilningur sem mig langar til að þrífa upp samt; það er ekkert í afstæðiskenningu Einsteins sem segir að hraði yfir ljóshraða sé ómögulegur, en þó að hann sé ómögulegur undir ákveðnum kringumstæðum og með ákveðnum aðferðum… þá helst að hann sé ómögulegur með “combustion” hraða-aukningu, vegna þess að þú þarft óendanlega orku til þess að komast á ljóshraða með þeirri aðferð. Það er bara sú aðferð sem var þekkt þá í nokkrum skilningi og stendur þetta alveg ennþá hjá kallinum.
Einföld útskýring á því væri að ef þú ert með geimflaug sem fer alltaf hraðar og hraðar og hraðar, þá fer tíminn á henni alltaf hægar og hægar. Til þess að útblásturinn frá henni geti gert eitthvað, þarf hann að vera á einhverjum hraða, og því nær sem þú dregur ljóshraðanum, því minna gagn gerir hann. Þegar þetta er sprengt í stjarnfræðilegt sjónarmið þyrfti óendanlega orku til að ná ljóshraða. Þú kæmist andskoti nálægt honum, en aldrei raunverulegum ljóshraða.
Þetta er rosalega skemmtileg pæling hjá þér með “hvað er enginn hraði”, pæling sem ég (eins og margir auðvitað) hef velt fyrir mér síðan ég heyrði fyrst um þessa kenningu. Án þess að ég þori að fullyrða það að ég sé að skilja þetta 100% rétt, þá ætla ég að reyna að útskýra þetta eins og ég skil þetta, en þó ekki eftir að hafa útskýrt hvers vegna 80% ljóshraði + 80% ljóshraði er ekki 160% ljóshraði (farið niður að “*** Hvað er núllhraði ***”).
Hitt er lika mjög skemmtileg pæling, hvað ef maður er á 80% ljóshraða og kveikir á vasaljósi, þá ætti það ljósið að vera á 180% ljóshraða, en það er sama útskýring þar.
Ég er ekki alveg viss um hvernig ég eigi að útskýra þetta, reyndar. ;) Bare with me.
Því hraðar sem maður fer, því “hægar líður tíminn” (ég vænti þess að þið vitið hvað er átt við með því), vegalengdir brenglast, þ.e.a.s. að maður verður mjórri/minni (eftir því í hvaða stefnu maður er að fara), séð frá öðrum hlut sem fer mun hægar (svosem jörðinni að horfa á geimfar). Hraðinn sjálfur er jafn afstæður og þetta.
Tökum dæmi.
Þú ert í geimskipi á 80% ljóshraða og ferð framhjá jörðinni. Ég er á jörðinni og horfi á þig. Einhvern veginn í fjandanum get ég séð inn í geimskipið þitt (enda theoretical dæmi).
Ég myndi sjá tímann hjá þér líða hægar en hjá mér. Ég myndi sjá þig mun þéttari en mig, þ.e.a.s. stærðir myndu brenglast og þú ættir í raun að kremjast í þá átt sem þú ferð (frá mínu sjónarhorni, þ.e.a.s..). Og ég ætti að sjá hraðaaukningu á þínum hlutum einnig minni. Þ.e.a.s., það sem þér sýnist fara ljóshraða hraðar en þú (ljósið í vasaljósinu þínu), sýnist mér aðeins fara eitthvað á við 99.99999% hraðar en þú, og sú tala minnkar eftir því sem þú ferð hraðar, þannig að á fullkomnum ljóshraða sé ég ekki muninn á hraða ljóssins úr vasaljósinu þínu, og þér sjálfum.
Ég brá mér á Vísindavefinn ÆÐISLEGUR (að mínu mati næstbesti vefur á Íslandi, á eftir althingi.is), sem er á
http://visindavefur.hi.is fyrir ykkur sem ekki vita, í leit að svari við mjög svipaðri spurningu ef ekki nákvæmlega þeirri sömu. Þar fékk ég þessa útskýringu.
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=36 9
Annað athyglisvert sem ég rakst á sem kemur málinu við:
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1472htt p://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2045
http://visinda vefur.hi.is/svar.asp?id=897
http://visindavefur.hi.is/ svar.asp?id=405
Hvað varðar það að fara aftur í tímann, þá þekki ég það ekki, en bláköld ágiskun væri að þú gætir einfaldlega ekki stoppað þig sjálfur, það þyrfti einhver utanaðkomandi að gera það. Ef það myndi síðan gerist… hugsa ég reyndar eins og þú, að þú myndir “klessa á sjálfan þig” og farast í einhvers konar atómkássu. :) Bara best guess, samt. Góð spurning, hef ekki pælt í þessu áður.
*** Hvað er núllhraði? ***
Ef spyrjandi skilur það sem að ofan fer, þá ætti að vera auðveldara að gera sér í hugarlund hvað núllhraði er; þ.e.a.s., að hann er ekki til, nema frá sjónarhorni annars. Þ.e.a.s., núna erum við kyrr, miðað við snúning jarðarinnar (nema þú sért að lesa þetta í ferðavél á ferð). Útfrá alheiminum sjálfum sé enginn hraði til sem er “enginn hraði”, bara minni hraði miðað við einhvern annan. Þetta er reyndar bara eins og ég skil þetta út frá ofangreindum greinum af Vísindavefnum góða. :)
Ég vona að þetta svari a.m.k. einhverjum. :)