Scientology : Geimóperan Ég sendi hér nýlega inn greinina Scientology : Sagan af Xenu. Til að varpa betur ljósi á fyrrir stórveldi geimsins í Vísindatrú ætla ég að senda inn Scientology : Geimóperan. Geimóperan er ritning eftir L. Ron Hubbard stofnanda Vísindakrikjunar og fjallar um fyrri siðmenningar og fleira í geimnum.
Ég tek hér fyrir nokkrar þessara siðmenninga en meiri upplýsingar um Geimóperuna má fá á hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Space_opera_in_scientology

Birt með fyrirvara um stafsetningar - og málvillur

Ég byrja á Jörðinni eða Teegeeack eins og hún var kölluð fyrir 75. milljónum ára. ATH! Heimsveldi Xenu bar nafnið Stórstjörnuveldið í fyrri greininni en ég hef fundið betri og beinni þýðingu, Vetrarbrautarsamveldið.

Teegeeack: Það var Jörðin kölluð fyrir 75 milljónum ára. Þar lifðu líka verur eins og á öllum öðrum plánetum Vetrarbrautarsamveldisins, og þar var offjölgun líka, þar bjuggu um 178 milljarðar manna. Maður fær allar þessar upplýsingar um Xenu og Geimóperuna á OT III - stiginu en lítið sem ekkert er talað um íbúa Teegeeack/Jarðar, en þeir voru líka fórnalömb Xenu.

Espinol: Er enn til en mjög lítil geim-siðmenning. Sólkerfi Jarðarinnar var nýlenda Espinol sem kölluð var “Sól 12 af Sameinuðu Espinol-stjörnunum” áður en Xenu hertók sólkerfið fyrir milljónum ára.

Vetrarbrautarsamveldið: Var samband margra stjarna og pláneta og var stjórnað af harðstjóranum Xenu. Að sögn Hubbards var það til í áttatíu trilljónir ára. Merkið hér til hliðar var merki Liðsforingjanna sem börðust á móti Xenu og er notað í dag af Sea Org, samtökunum innan Vísindakrikjunnar .

Marcab-stórveldið: Er eitt af voldugustu siðmenningum Geimsins sem eru til enn í dag. Höfuðstaður Marcab-stórveldisins er ein af halastjörnum Karlsvagnsins, sennilega Alkaid sem stödd er í 108 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.
Jörðin var eitt sinn nýlenda þeirra en þeir misstu hana í “stríði og öðrum áföllum”.
En núna nota þeir Jörðina sem “fangelsis-plánetu”. L. Ron Hubbard sagði að hann hefði upplifaði mörg fyrri líf sín í Marcab-stórveldinu sem kappakstursökumaður.


Þessi mynd sýnir staðsetningu Alkaid, höfuðstaðs Marcab-stórveldisins í Karlsvagninum. http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/4/4f/Thebigdipper2.png

Í Geimóperunni er fjallað um fjöldann allan af geimveru-samfélögum, stórveldum og fleiru sem til voru og eru enn í dag
Það er nefnilega það.