Halló.. mig langar að tala um svolítið sem ég heyrði fyrir skömmu. Einsog allir vita að þá er mikil uppbygging á austurlandi í gangi, kárahnjúkavirkjunin og álverið í reyðarfirði eiga að draga að sér marga íbúa til byggðanna fyrir austan. Ég heyrði hlut um daginn sem mér kom mjög á óvart sem tengist samgöngum til og frá austfjarða. Ég ég verð að seigja með fullri virðingu fyrir vini mínum, sem sagði pabba sinn hafa sagt sér þetta, að ég er ekkert alveg að trúa þessu. Málið er að samkvæmt þeim á að vera risaframkvæmd í gangi, sem er hraðbraut þvert í gegnum landið? Þegar ég heyrði þetta fyrst, kom augljóslega upp stór ha í hausnum á mér, þar sem ég hef ekkert séð um þetta í fréttum, þetta myndi vera alltof dýrt dæmi, erfitt landslag yfirferðar, ofl. En í þessum amræðum var mér sagt að þessi framkvæmd væri löngu byrjuð, og verkið væri komið c.a 1/6 á leið. Ok ég skil vel að ég verði fleimaður sem geðsjúklngur fyrir að seigja sona lagað, þar sem ég á erfitt með að trúa þessu sjálfur. en er einhver hérna sem hefur heyrt þetta, og veit eitthvað um þetta ef það er til áætlun um þetta? :)