Ég vil fyrst geta þessa að SkuggaPetur á allann þann heiður við innblástur minn að þessari grein og tileikna ég því honum hana. Vonandi fylgir hann þeim ráðum sem ég læt flakka hérna.

Mín skilgreining á fólki sem elskar slagsmál og bókstaflega eltir þau uppi (og ef enginn finnast þá skapa þau sér bara slagsmál) er að þau eigi við geðræn vandmál að stríða.

Fólk sem ákveður að ráðast á annan aðila út af engri ástæðu á örugglega við einhver geðræn vandamál að stríða og mæli ég eindregið með að SkuggaPetur fari í geðrannsókn (mundu að það er engin skömm að því að vera geðveikur).
Helstu sjúkdómar sem koma til greina eru (tekið af www.netdoctor.is):

Geðhvörf.

Einkenni maníska tímabilsins:
ört geð, árásargirni og ergelsi
aukin orka og virkni
málgleði, röddin er kröftugri en vanalega, hratt tal
minnkuð svefnþörf
ógagnrýnin hegðun, hvatvís.
Ofheyrnir geta bæði verið á þunglyndis og manískum tímabilum (t.d. raddir sem segja hve slæmur maður sé) og einnig ranghugmyndir (um að hafa sérstakt hlutverk t.d.). Ofskynjanir eru raunverulegar fyrir sjúklinginn, og er því ekki mögulegt fyrir hann að aðskilja þessi hljóð og tilfinningar frá raunveruleikanum.

Geðklofi

Einkenni:
Svefntrufla nir, einbeitingarerfiðleikar, tvíbendni, truflanir á tilfinningasviðinu, vímuefnamisnotkun og mikill áhugi á dulspekilegum efnum geta einnig verið í sjúkdómsmyndinni. Hjá flestum koma tímabil með ofskynjunum , ranghugmyndir (oft með furðulegum hugmyndum eða ofsóknarhugmyndum) og/eða samhengislitlu tali.

Sjálflæg Persónuleikaröskun

Einkenni:
Sjálfmiðaðir og sjálfumglaðir einstaklingar.
Hafa lítið innsæi í eigið sálarlíf.
Eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og taka tillit til þeirra.
Eiga erfitt með að taka gagnrýni og sjá yfirleitt ekki sök hjá sjálfum sér.

Andfélagsleg persónuleikaröskun

Einkenni:
Tillitsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmunaskyni.
Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum sem leiðir oft til afbrota.
Viðkomandi beitir ofbeldi ef það þjónar eigin stundarhagsmunum.
Beita lygum og blekkingum auðveldlega.
Hafa litla stjórn á löngunum, framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug en sjá ekki fyrir afleiðingarnar og læra ekki af reynslunni.
Hafa grunnar tilfinningar og hafa ekki samúð með öðrum nema á yfirborðinu.
Hafa ekki hæfileika til að tengjast öðrum tilfinningaböndum.
Samviskuleysi.
Siðblinda.

Fyrir þig sem og aðra sem telja sig passa inn í einhvern af þeim hópum sem ég hef nefnt bendi ég á göngudeild geðdeildar Landspítalans við Hringbraut og ábyrgist ég góða þjónustu þar.

Góðar stundir.