Eftirfarandi lýsing var birt í Morgunblaðinu síðasta Mánudag undir dálkinum; Bréf til blaðsins. Þar er fjallað um þau örlög sem hugsanlega biðu Aminu Lawal í Nígeríu sem var dæmd til dauða af Sharia, eða íslömskum dómstól fyrir hórdómsbrot. Það er alltaf verið að reyna að halda fram að Islam sé trú friðar og umburðarlyndis, en ég er ekki sannfærður þegar maður lesa eftirfarandi sem er gert í nafni Islamstrúar.

Lýsing er sem eftirfarandi;

Fyrir stuttu var mér sýnt skelfilegt myndbrot á netinu. Þetta var brot úr fréttaþætti þar sem sýnd var aftaka fjögurra múslímskra kvenna. Fréttaþulurinn varaði við óhugnanlegum myndum og svo byrjaði sýningin. Fjöldi manna var samankominn á stórum malarvelli og í miðri þvögunni lágu tvær konur. Báðar höfðu verið vafðar í hvít lök sem huldu þær frá toppi til táa. Því næst voru þær bundnar, hendur niður með síðum og svo fæturnir saman. Búið var að moka hokur og var þeim still í þær miðjar og mokað ofaní. Þarna stóðu þær álútar og hálfar upp úr jörð á meðan múgurinn (aðeins skipaður körlum) tíndi saman grjót í hrúgur og hóf að mynda hálfhring um konurnar. Síðan gall við rödd í hátalarakerfinu og þá varð fjandinn laus. Það sem gerðist næst er næstum ólýsanlegt, manni datt helst í hug bein útsending frá helvíti því lýðurinn gjörsamlega trylltist. Mennirnir görguðu og næstum froðufelldu, féllu hver um annan og kepptu um hvern stein sem þeir létu dynja á vesalings konunum sem vögguðu sér í allar áttir frávita af ótta og sársauka. Smátt og smátt urðu hvít lökin rauðari og rauðari uns þau tóku að rifna undan oddhvössu grjótinu og afmynduð andlit þeirra komu í ljós og tóku að síga hægt til móts við rykuga jörðina. Við gátum ekki meira og slökktum á þessum viðbjóði, þó talsvert væri eftir af myndinni enda tvær konur eftir og ekki beint skjótur dauðdagi. Þvílíka mannvonsku og viðbjóð hef ég aldrei áður séð og þvílík blessun að búa á Íslandi en Amina Lawal er ekki svo heppin.