Mér finnst þetta hafa verið ótrúlega hljótt um þessi ósköp eftir jarðskjálftan í Indlandsflóanum á sunnudaginn. Það eru 18 Íslendingar þarna skilst mér sem maður veit ekkert um. Verstu ósköpin eru í Taílandi í Khao Lak.
Það versta er að það var vitað um jarðskjálftan sem var 8.9 á richter klukkutíma áður en öldurnar komu að landi en það var ekki sagt neitt við neinn og fólk var ekki varað við því að það var haldið að þetta mundi ekki ná að landi. Maður vildi þess vegna ekki vera að hræða fólk og ekki minnst útaf peningamálum fyrir hótelin og fleira. Þetta pirrar mig nokkuð mikið því að maður hefði getað bjargað þúsundum á einum klukkutíma!!
Ég bý í Svíþjóð og var að horfa á sænska sjónvarpið áðan þar sem að Íslenskur jarðfræðingur í Uppsala kom í viðtal í stúdíóið.
Reynir Böðvarson heitir hann og hann sagði að það vantaði pólitíska hjálp milli landana og það finnst mér alveg rétt.
Þetta eru mikil ósköp og ef maður pælir í því hvað það var öskrað og grenjað eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center 2001 þar sem að eitthvað yfir 1000 létust þá ætti maður að lýta á þetta sem einn versta hlut mannkynssögunar. Um 70.000 veit maður ekki hvort séu dáin eða lifandi.

Kv. StingerS