Klukkan er núna um hálf 4 að nóttu til, ég er andvaka, hvað get ég annað gert en að fjalla aðeins um tvo hluti úr Baldur's Gate. (Sem ég var einmitt að byrja á í 100000x skipti núna í morgun)

Horn Kazgaroth. <img src="http://www.tgeweb.com/ironworks/baldursgate1/images/items/hornkazgaroth.gif“>

Horn þetta er sagt hafa verið búið til úr skögultönn fornynjunar Kazgaroth. Ekki er vitað hver innrætti hornið með álögum, en hver sá sem var þar að verki, kunni sitt hvað fyrir sér. Er blásið er í horn þetta, ku ekkert hljóð koma, í stað þess verður notandi hornsins innilokaður í orkuhnetti í stuttan tíma. Hnöttur þessi gefur notenda hornsins aukna mótstöðu gegn göldrum og aukið mótstöðu kast, einnig hefur hnötturinn uppi að bera hálfgerða vörn gegn skeytum, þ.e notandi hornsins verður ónæmur fyrir innkomandi örvum.
Þessi orkuhnöttur varir aðeins í 18 sekúndur, og sagt er að hornið dragi í sig lífskraft úr notandanum í hvert skipti sem blásið er í það.

Tölfræðilegar Upplýsingar:
Mótstöðukast gegn. Dauða: +2
Mótstöðukast gegn. Sprotum: +2
Mótstöðukast gegn. Fjölgervingum: +2
Mótstöðukast gegn. Blæstri: +2
Mótstöðukast gegn. Göldrum: +2
Varnarstaða gegn skeytum: +5
Skaði notanda: Ókunnur.

Ónothæft af:
Cleric.
Druid.
Thief.




Kló Kazgaroth <img src=”http://www.tgeweb.com/ironworks/baldursgate1/images/items/clawkazgaroth.gif">

Lítið sem ekkert er vitað um þennan hlut, annað en að þessi kló var rifin af líki fornynjunar Kazgaroth. Kló þessi hefur fjölmarga inrætta eiginleika sem allir eru gangsettir þegar klóin er borin sem fingur á hendi. Útlit þanns sem ber þennan hlut verður óskýr sem gerir það að verkum að erfiðara er að hefja til hans högg, eða þá fremja galdrakyns árás.
Hluturinn hefur samt einn galla. Svo sýnist sem að máttur klóarinnar sé drifin áfram af blóði þess sem ber hana, og vegna þessa þá vill notandinn oftar en ekki verða veikur, og þar að leiðandi mikið berskjaldaðari fyrir allskyns eitri.

Tölfræðilegar Upplýsingar:
Varnarstaða gegn skeytum: +4
Mótstöðukast gegn. Dauða: -4 víti
Mótstöðukast gegn. Sprotum: +3
Mótstöðukast gegn. Fjölgervingum: +3
Mótstöðukast gegn. Blæstri: +3
Mótstöðukast gegn. Göldrum: +3
Líkamsbyggingar einkunn: -2 víti

(ATH, þessi hlutur reiknast þannig að hann er með álög á sér, þannig að þú getur ekki fjarlægt hann af þér nema með hjálp galdra.)
—————-

Ójá, ég er í heljarinnar svefngalsa og tók mig til og íslenskaði þetta allt, og tók þetta ekki nema rúma klukkustund með smá rökræðum.

(ATH, í horninu, þá hef ég framið nokkrar tilraunir og hef ég komið fram með þá getgátu að hornið taki 10 af Hit Poolinu í hvert skipti sem blásið er í það. Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt)

Fyrir þá sem vilja ólmir vita hvar þeir geta nálgast þessa hluti, þá eru þeir til sölu í ‘High Hegde’, rétt vestur við Beregost. Ath, þessir hlutir eru rándýrir, en geta jafnframt verið lífsins nauðsynlegir. Ef þið skiljið ekki eitthvað af íslensku þýðingunum mínum, þá endilega, spyrjið bara, og segið mér hvort þið viljið frekar hafa þetta á ensku eða íslensku.