Oblivion =D Ok þetta er svona eiginlega fyrsta greinin mín þannig að ekki búast við einhverju geðveiku..

Jæja eins og allir vita þá er Oblivion kominn út og mjöög margir búnir að kaupa sér hann. Þessi leikur er eiginlega með þeim bestu tölvuleikjum sem ég hef spilað, ef ekki sá besti!

Maður þarf nú frekar góða tölvu fyrir þennann leik og já til að spila hann í bestu gæðum þarf mjöög góða tölvu en það er ekki grafíkin sem skiptir öllu máli!

Í þessum frábæra leik velur maður sér persónu og getur maður valið 10 Race-a sem heita Imperial, Orc, Breton, Redguard, Dark Elf, High Elf, Wood Elf, Argonian, Khajiit og Nord. Allir þessir race-ar eru líka í The Elder Scrolls 3 Morrowind sem kom út á undan þessum og mæli ég með að allir kíkji líka á hann. Segji kannski betur frá raceunum í öðrum greinum.

Það er hægt bæði að Customisa sér class eða velja sér sér tilbúinn class. Ég ætla ekki að telja alla classina upp því ég einfaldlega man þá ekki alla, þið verðir bara fá ykkur leikinn og tékka sjálf ;)

Hægt er að gera næstum hvað sem er við andlitið á manninum þegar maður er að búa sér til persónuna sína, gera hann rangeygðann og svona stuff =)

Leikurinn hefur mjög mikinn svona frjálsleika eða þannig að þú gerir eiginlega bara það sem þú villt
auðvitað er construction set líka með þessum leik eins og Morrowind og það er hægt að gera ýmislegt í því eins og að búa til sína eigin eyju eða vopn svo eitthvað sé nefnt.

Leikurinn byrjar á því að þú birtist í fangelsi og akkurat í þínum klefa þarf Uriel Septiminn að komast í gegnum leyni dyr til að flýja úr mikilli hættu af morðingjum og útsendurum frá “Oblivion” og finnst hann kannast við þig.. segji ekki meira svo enginn verði fúll..

En þessi leikur er bara svona eiginlega þannig að þú skrifar bara sögunu sjálfur nokkurnvegin.
Hægt er að vera á hesti, Joina Guild sem eru Mages Guild, Fighters Guild, Thiefs Guild og Dark Brotherhood.

Svo er náttúrulega ótal mikið af vopnum, mat, fötum, brynjum og fleiri itemum.

En allavega fyrsta almenilega greinin mín,
komið með skítaköst ef ykkur finnst það nauðsynlegt, en annars vona ég að þið sem vitið ekki hvaða leikur þetta er hafi allavega náð einhverju um hann hérna og þetta hafi verið fræðilegt fyrir þá og náttúrulega líka fyrir þá sem eiga leikinn

Takk fyrir mig

Kv. Gunnar

Ps.stafsetning er ekki mín sterkasta hlið:D
jeee