Frásögn ungrar stúlku!
Hún heitir Lára og er 14 ára gömul.
Mamma hennar er eiturlyfjasjúklingur
Pabbi hennar var í rugli, og átti það til að berja mömmuna og fara illa með hana og jafnvel börnin líka
Hún býr núna hjá fólki sem er ekkert skilt henni
Hún var oft ein heima með systkinum sínum þegar hún var pínkulítil og oft var ekki mikið til að borða
Tvö systkini mömmu hennar voru líka í rugli en hafa núna verið clean í nokkur ár
Amma hennar dó úr of stórum skammti fyrir nokkrum árum, hún var búin að vera í neyslu frá því hún var ung
Mamma hennar og systur hennar fóru snemma að heiman eða um 13 ára aldur og fóru þá hér um bil beint á götuna
Lára var tekin frá mömmu sinni þegar hún var 9 ára gömul og þá sett í fóstur til ókunnra
Hún hefur verið hjá ógrynni af sálfræðingum alveg frá því hún var pínkulítil, en það var alltaf gefist fljótt upp þar sem hún var lítil og ekki mjög samvinnuþýð
Hún er í STÓRUM áhættuhópi við að lenda sjálf í rugli
Eitt af systkinum hennar er lent í neyslu
Stundum þegar Lára hringir í mömmu sína er hún uppdópuð og röflar bara í símann
Stundum nær hún ekki í hana í marga daga og þá lýgur mamma hennar einhverju rugli en Lára veit ósköp vel að hún hefur bara dottið í það
Á tímabili var hún komin með anorexíu
Hún horfir á mæður vinkvenna sinna með öfund og finnst þær allar yndislega góðar
Stundum bjó Lára jafnvel með mömmu sinni í litlum herbergju, bílum eða á götunni
Hún man vel eftir mömmu sinni og pabba með nálina í handleggnum
Hún á ótal slæmar minningar sem engin veit um nema hún sjálf
Hún er sjálf byrjuð að drekka og er farin að fikta við að reykja
Hversu margar nætur haldiði að Lára hafi grátið í koddann sinn áður en hún sofnar?
Hversu oft haldiði að hún hafi skammast sín þegar einhver ókunnugur spyr eitthvað um fjölskylduna hennar og hún þarf að svara erfiðum spurningum? Hversu oft haldiði að hún velti fyrir sér þegar hún nær ekki í mömmu sína hvort hún hafi núna tekið of stóran skammt?
Hvað haldiði að hún hugsi um stóran part dagsins og eigi eftir að gera alla sína ævi?
Það eru til mörg dæmi um svona börn sem eru ekki að fá nóga hjálp frá kerfinu. Hvað finnst ykkur um þetta…????