Góðan dag,
ég hef verið að spila Warhammer Fantasy svona on-og-off í bráðum 15 ár, og hef oft losað mig við mína heri og talið mig hættan og þurft að byrja að safna aftur. En nú hef ég ekki spilað í dágóðan tíma, og reikna ekki með m.a. vegna fjölskylduaðstæðna, að ég muni spila aftur.

Ég vil að einhver njóti góðs af þessu og því ætla ég að gefa allt mitt Warhammer hafurtask. Ég safnaði nú síðast O&Gs og Empire og á ýmislegt fyrir hvorn her, ég hef ekki skoðað þetta nýlega en þetta inniheldur meðal annars:

8 Orc Boar boys ómálaðir, hellingur af goblin Wolf riders (held ég meir að segja einn óopnaður pakki). Chariots, black orcs, savage orcs, hellingur af goblins (aðalega gömlum módelum þó en eitthvað að nýjum units). 2 spear chucckas.

8 eða fleiri Knights, spearmen, free company, wizard, canons, mortars, standard bearers.

Ég er með eitthvað málað (10 orca, 2 knights, eina cannon og eina hellblaster volley gun) og ég á einnig helling af terraini heimatilbúnu og ekki heimatilbúnu (trjám, hæðum og eitthvað af húsum sem voru fyrst gerð fyrir Mordheim campaign).

Heildarvirði pakkans er held ég frekar mikið en ég keypti þetta þá löngum tíma. Ég áskil mér rétt til þess að velja hverjum ég gef þetta og því er þetta ekki spurning um hver er fyrstur.

Ég er að flytja og þetta stendur til boða þar til á sunnudag, eftir þann tíma fer ég að grynnka á þessu (öllu nema máluðum módelum) og losa mig við þetta á annan máta.

Jæja, ef þú hefur áhuga þá hefurðu samband eða svarar hér.