Búðu til þitt eigið borðspil heima. (How to) að eru margir möguleikar til staðar ef þú villt búa til þitt eigið borðspil. Og Það eru engin takmörk á því hvert hugmyndaflugið getur leitt þig. Til að hjálpa þér á stað vil ég sýna þér fáein mjög einföld dæmi um hvað þú getur gert sjálfur/sjálf heima í stofu.: Ekki láta það stoppa þig þótt ég nefni eitthvað tæki eða tól sem þú átt ekki eða hefur ekki aðgang að. Fynndu þá bara þína aðferð og notaðu það sem þú hefur.


Leikborð:
Til að búa til leikborð þarftu A4 límmiða, bókapappa, pretara og jafnvel plöstunarvél og skurðarhníf.

Hannaðu borðið í Td. Photoshop og skiptu því upp á eins mörg A4 blöð og þér hentar, Prentaðu út á A4 límmiðana, Skerðu bókapappann í stærðina sem þú þarft, (getur gert borðið samanbrjótanlegt með að teipa saman bakhlutan) Ef þú villt plasta límmiðana er sniðugt að plasta 2 saman og hafa þykkan pappír á milli (td. ljósmyndapappír) Svo límiru A4 blöðin á bókapappan,
Dæmi:
http://tinyurl.com/ychwj9o
http://tinyurl.com/ydxq4pd
http://tinyurl.com/y9wf78a

Leikspjöld:
Til að búa til leikborð þarftu prentara, þykkan mattan pappír, skurðarhníf/skæri.
Líka hægt er að kaupa pappír sem er búið að stampa niður í “buisness card” stærð.
Sniðugt að nota límmiðaforrit eða template til að búa til spjöldin. og verður líka ekkert mál að prenta báðumegin á spjöldin. Hægt er að fá klippur í föndurbúðum/bókabúðum sem klippa rúnuð horn á pappír.

Athugið að glanspappír virkar ekki alltaf vel fyrir leikspjöld. Glanspappír getur verið mjög stamur og þá verður erfvitt að draga spjald eða skoða þau sem maður hefur á hendi.
Þykkur mattur óhúðaður pappír ætti að virka fínt. 180-200 grömm.

Dæmi:
http://tinyurl.com/y8l8t2d
http://tinyurl.com/y9mnu9k
http://tinyurl.com/y8zestg

Peð eða aðrir “leikmunir”
Hér eru möguleikarnir endalausir. Hægt er að saga niður kústsköftm eða búa til trékubba, Kaupa Rær í BYKO, leikföng, kóktappa og fl og fl.
http://tinyurl.com/y88fnde
http://tinyurl.com/ydrrbr8
http://tinyurl.com/ycljjy9


A4 límmiðar: Fást í næstu bókabúð, oftast á sama stað og límmmiðar til að merkja umslög og þessháttar.
3500-5000 Kr. (100 sheets)
http://tinyurl.com/yeuw6la

Bókpappi: Fæst í mörgum bókabúðum Td. Pennanum Hallarmúla (neðri hæðinni) Þar eru til nokkrar þykktir og góður sax til staðar til að skera efnið í stæðrir.
500-700 Kr (70x100 cm)
http://tinyurl.com/yecxoal

Prentari:
hvaða litaprentari sem er dugar.

Plöstunarvél:
Ekki nauðsinlegt en oft skemmtilegt:
Glossy plast getur lífgað heilmikið upp á prentunina og verndað spilaborðið.
http://tinyurl.com/yd38wbe

Skurðarhnífur:
Ekki nauðsinlegt en léttir klippivinnuna til muna.
http://tinyurl.com/y9c6ohd

Mjúk horn:
http://tinyurl.com/create.php



Hér er svo listi með yfir 400 fríum borðspilum og leiðbeiningum eftir ýmsa aðila.
http://www.boardgamegeek.com/geeklist/1567/
——————————–