Fyrir nokkru skipti ég einhverri bók sem ég hafði fengið fyrir Lord of the Rings spilið. Ég og vinur minn fórum að lesa reglurnar og vorum við búnir að læra þær nokkru síðar.
Þvílík snilld er þetta spil! Besta spil sem ég hef nokkru sinni prófað.
Í pakkanum er að finna Meginborð, 4 sögusvið, 60 hobbitaspil, 5 persónuspil, 5 Gandalfsspil, 35 staðarspil, 23 atburðarflögur, 11 lífstákn, 32 skildir, 1 teningur, 1 hringur, 5 hobbitastyttur, 1 Sauron stytta og fleira.
Staðirnir í spilinu eru: Baggabotn, Rofadalur, Moría, Lotlóríen, Hjálmsdýpi, Skellubæli og Mordor.
Maður byrjar á Baggabotni og fer síðan alla leið í Mordor ef maður er orðin/n lærður í spilinu. Sögusviðin fjögur eru Moría, Hjálmsdýpi, Skellubæli og Mordor. Í sögusviðum fær maður skildi, staðarspil og lendir í allskyns atburðum.
Þetta er frábært spil sem ég mæli með fyrir alla sem að hafa gaman af borðspilum og LotR.

Einnig er hægt að fá tvo aukapakka fyrir spilið:
-Friends and Foes.
Hér eru tvö ný sögusvið, Brý og Ísangerði. Bæði sögusviðin innihalda staðarspil og nýja atburði.
Nýr möguleiki er einnig í spilinu, maður getur notað 30 skrímsli. Þau gefa manni möguleika á meiri stigum og erfiðarri leik.
Einnig eru þrjú ný Gandalfs spil og fimm ný persónuspil (fyrir sömu persónur sem voru í aðalspilinu).
-Sauron.
Hér getur einn maður tekið það að sér að leika Sauron. Hér þurfa að vera þrír en í hinum tveim geta verið tveir.
Hér fylgir Nazgul stytta, Nazgul kort, Sauron kort og vondar atburðaflögur.
Þessi viðbót gerir leikinn erfiðan sem er mjög skemmtilegt fyrir þá sem kunna eitthvað í spilinu.