Bréf til Fréttablaðsins. Í Fréttablaðinu í morgun er grein frá manni sem leggur til að hér verði sett tæki í bíla til að takmarka hámarkshraða við 90 kmh.

Nú eru hér lög í gildi sem heimila ekki hærri hraða en þessum manni virðist ekki duga það. Hann leggur til að þetta verði gert þrátt fyrir gífurlega kostnað svo að bjarga megi mannslífum en flestir láta einmitt lífið úti vegum.

Þetta er stórhættulegt viðhorf og afskaplega fáránlegt. Þessi maður virðist ekki skilja að menn setja sér lög sem grundvallarreglur í samskiptum sínum. Með því að setja svona takmörkun yrði í fyrsta skipti hér á landi sem ég veit um, fólk þvingað á fasískan hátt til að fylgja lögum og reglum sem þegar eru til.

Það er af nóug að takla í þessum fáránleika en mikilvægast er að minna á að svona fáránlegar hugmyndir kunna síðar að hljóma eðlilega - sjáið bara hvað er að gerast núna með áform manna um að banna reykingar á veitingastöðum.

Rétta leiðin til að fækka dauðaslysum er auðvitað sú að bæta vegakerfið og ökukennslu. Ekkert annað, það yrði meira að segja ódýrara.

þessum manni finnst nú samt líklega gáfulegast að sækja allan kostnað við þetta í vasa bíleigenda sem nú þegar borga miklu meira í formi skatta en þeir eru að fá tilbaka í vegaframkvæmdir.

Í bretlandi var reynt að hilma yfir niðurstöður könnunar sem sýndi að við lækkun hraða í borgum hafði slysum fjölgað gífurlega - fólk sofnar við aksturinn og gangandi vegfarendur hætta að vera vakandi í umferðinni líka.

Í þessum sama pistli leggur hann til umferðarlagadómstól þar sem menn verði dæmdir sekta eða fangelsisvistar fyrir umferðarlagabrot - bíddu, er það ekki þegar gert í núverandi réttarkerfi? Þessi maður er líklega stúkumaður í sértrúarsöfnuð og vill bæta við ellefta boðorðinu - þú skalt ekki keyra!

Svo dirfist maðurinn að leggja til að setja allt á annan endan til að bjarga hugsanlega einu mannslífi (það skiptir ekki öllu máli með hvort þú lifir af árekstur hvort þú ert á 90 kmh eða 110 kmh) þegar hér á landi deyja 10 útigangsmenn árlega, hér eru biðlistar á sjúkrastofnunum og líklegt er að tryggingafélögin beri ábyrgð á hundruðum lungnasjúkra vegna notkunnar á nagladekkjum!

Ég hvet því alla ritfæra menn að mótmæla þessu - skynsamlega og kurteislega.

Og munið, keyrið á ábyrgan og öruggan hátt.