Castle Wolfenstein Það eru ekkert alltof margir sem vita það að Wolfenstein 3d var “remake” af leiknum Castle Wolfenstein sem kom út 1983 á Atari/Commodore64.

Söguþráðurinn er eftirfarandi:

Þú verður að komast dulbúinn inn í höfuðbúðir Nasistanna og finna sprengju sem aðrir “allied” hermenn hafa komið fyrir þar. Þú þarft að taka þessa sprengju og koma henni fyrir utan herbergið hans Hitlers. Þessi leikur felur í sér að þú þarft að fara með mun meiri leynd en í hinum leikjunum. Ef þú ert með læti og hleypur í gegnum þetta með von um að það gangi þá er það ekki að fara að ganga því ef það kveikir einhver á alarminu koma að lokum nógu margir hermenn til þess að gera það ómögulegt að klára leikinn. Þarna þarftu að fara með leynd og hægt er að múta sumum hermönnum sem gerir þetta bara stuð. Þegar þú hefur komið sprengjunni þægilega fyrir utan herbergi Dolla þá helduru að þetta sé búið… bull.. Þú þarft að rata hlaupandi nákvæmlega sömu leið og þú komst inn í höfuðbúðirnar.

Castle Wolfenstein hefur oft verið nefndur Wolfenstein 2d eftir að Wolf3d kom út en þessi leikur markaði þónokkur þáttaskil í sögu tölvuleikja því hann var fyrsti leikurinn þar sem fólk talaði (“Achtung” og fleira, meira að segja blótuðu hermenn ef þó slappst) og öskraði, en það var svo skemmtilegt að þegar þú skaust hermann öskraði viðkomandi sem gerði þetta svona ógeðslegra …

Einnig varmun meiri hugsun bakvið leikinn miðað við aðra leiki á þessum tíma : Skjalatösku sprengja, Sjúkrakassar, Handsprengjur, viðvörunarkerfi sem var hægt að slökkva á ofl ofl

Leikurinn var framleiddur af Muse og var eftir Silas Warner sem gerði einnig “The Voice” sem var fyrsti leikurinn á AppleII sem var með digital hljóði.
Framhaldið af leiknum var ekki jafngott en það hét “Beyond Castle Wolfenstein”.

kv
supernova
_____________________________