Return To Castle Wolfenstein Nú er leikurinn <i>Return To Castle Wolfenstein</i> væntanlegur til landsins. Ég ákvða því að skrifa grein um hann fyrir þá hérna sem að hafa ekki heyrt mikið um hann.

<b>Athugið:</b> Greinin inniheldur hugsanlega spilla. Lesið á ykkar eigin ábyrgð.

Þú spilar sem B.J. Blaskowitz. OSA (Office of Secret Actions) sendir þig ásamt öðrum mönnum til Þýskalands til að rannsaka skrítnar sögusagnir af Heinrich Himmler.

En herdeildin kemst ekki alla leið. Þú ert handtekinn og færður niður í dýpstu dýflissur Wolfenstein-kastala. Ekki líður að löngu þar til að þú uppgötvar að Himmler hefur uppgötvað þúsund ára gamalt grafhýsi Heinrichs prins, en hann stundaði svartagaldur á meðan hann var á lífi. Himmler ætlar sér að nota þennan mátt til að vekja til lífsins myrkraverur sem að Heinrich prins stjórnaði áður. Það eina sem Himmler þarfnast er grafhýsi sem að geymir leyndarmálið bak við svartagaldurinn.

Það er undir þér komið að sleppa frá kastalanum og stöðva Himmler.

————————————-
Eins og flestir vita er <i>Return To Castle Wolfenstein</i> endurgerð á hinum frábæra <i>Wolfenstein 3D</i>. Leikurinn notar breytta útgáfu af Quake 3 vélinni og virkar hún ansi vel.

Nú hefur verið í gangi Multiplayer-prufa af leiknum, og hefur það fengið góðar viðtökur. Þó verður hægt að búast við mun meiru í lokaútgáfunni. Í prufunni var einungis hægt að spila Objectives, en í lokaútgáfunni verður hægt að spila Assault, leik sem að líkist Domination í <i>Unreal Tournament</i>, og Stopwatch, sem að leggur mun meiri áherslu á tíma og hraða.

Það er augljóst að Return To Castle Wolfenstein á eftir að verða meistarastykki. Gray Matter, Nerve og id Software hafa varið gríðarlegri vinnu í þennan leik, og ég vænti mikils af honum.

Royal Fool
“You’ve been Fooled”

Heimildir:
<a href=”http://www.activision.com/games/wolfenstein/home.html”>Heimasíða RTCW</a>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2826751,00.html”>RTCW umfjöllun á GameSpot</a>

Ef tenglar virka ekki:
http://www.activision.com/games/wolfenstein/home.html
http://gamespot.com/gamespot/stories/news/0,10870,2826751,00.html